Skýrslur ársins 2022
Árs- og sjálfbærniskýrsla Íslandsbanka 2022, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.
Árs- og sjálfbærniskýrsla Íslandsbanka 2022, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.
Árið 2022 gekk vel hjá Íslandsbanka þó ýmsar blikur væru á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar og einnig í alþjóðaumhverfinu. Bankinn réðst í fjölbreytt verkefni með viðskiptavinum sínum eftir krefjandi ár í heimsfaraldri.
Bankinn leggur sig fram um að vera í fararbroddi í notkun nýjustu tækni, en stafrænir ferlar bankans eru leiðandi á evrópskan mælikvarða.
Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem var samþykkt af stjórn í upphafi árs 2019 í kjölfar víðtækrar vinnu með aðkomu viðskiptavina, starfsmanna og annarra hagaðila.
Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að skapa uppbyggilegt og heilbrigt starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi.
Fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum árum. Fjárhagsleg heilsa, fjármálafræðsla og góð yfirsýn viðskiptavina yfir sín fjármál er grunnur að farsælum vexti. Stafrænar lausnir og sjálfvirkni hafa leitt til þess að viðskiptavinir eru í auknum mæli farin að sinna sínum fjármálum á tímum sem eru óbundnir opnunartíma útibúa. Bankinn kynnti á árinu fyrstur banka lausn sem gerir viðskiptavinum kleyft að hefja viðskiptasamband við bankann, eða bæta við sig vörum í vöruborði bankans með einni auðkenningu og upplifun sem helst minnir á góða netverslun. Þá voru gerðar umtalsverðar breytingar á sjálfvirkum lánaferlum sem gera viðskiptavinum kleift á nokkrum mínútum að sækja sér fyrirgreiðslu og fá hana afgreidda án aðkomu starfsmanns, enda spyrja óvænt útgjöld oft ekki um tíma.Stafræn þróun hefur leitt af sér bætta gagnasýn sem mun styrkja þjónustu bankans gagnvart viðskiptavinum sínum og gera þjónustuupplifun þeirra betri. Það er markmið bankans að vera hreyfiafl til góðra verka og mikilvægt að bankinn sé til staðar fyrir viðskiptavini sína á mikilvægum tímamótum í þeirra lífi.
Fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum árum. Fjárhagsleg heilsa, fjármálafræðsla og góð yfirsýn viðskiptavina yfir sín fjármál er grunnur að farsælum vexti.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir
Framkvæmdastjóri Einstaklinga
Það var kraftur og bjartsýni sem einkenndi íslenskt atvinnulíf árið 2022. Uppbygging átti sér stað eftir COVID-19 áskoranir og uppsöfnuð eftirspurn var bæði í fjárfestingum og neyslu. Bæði innlán og útlán voru vel yfir áætlunum sviðsins og hafa ný útlán Viðskiptabankans í útibúum og hjá Ergo sjaldan verið hærri og halda vel í við nafnhagvöxt. Framkvæmdalán og lán til aðila í ferðaþjónustu, til dæmis bílaleiga, voru fyrirferðamikil í útlánastarfseminni. Staða heimila og fyrirtækja er óneitanlega góð, en áskoranir tengdar stríðsátökum í Úkraínu, hækkandi vaxtastigi og verðbólgu munu án efa hafa áhrif á efnahags- og rekstrarreikninga næstu árin, þó enn sjáum við engar sterkar vísbendingar um neikvæða þróun í til að mynda vanskilavísum.
Samhliða kraftmiklu ári á viðskiptavinahlið Viðskiptabankans var mikil vinna lögð í kerfismál, þróun dreifileiða og vöruþróun. Áhersla var lögð á fræðslumál bæði innanhús og utan hvað varðar sjálfbærni, en sá málaflokkur er sívaxandi þáttur í starfsemi sviðsins og mun verða samofin útlánaferlum og áhættumati til framtíðar. Ný miðlæg stoðeining var sett á laggirnar sem mun bera ábyrgð á áreiðanleikakönnunum og peningaþvættisvörnum lögaðila.
Ný auglýsingaherferð fór í loftið á árinu þar sem fjölbreyttur hópur viðskiptavina er í aðalhlutverki. Við erum stolt af sterkri markaðshlutdeild og þökkum viðskiptavinum fyrir að velja okkur sem sinn viðskiptabanka. Saman aukum við árangur viðskiptavina og okkar.
Það var kraftur og bjartsýni sem einkenndi íslenskt atvinnulíf árið 2022. Uppbygging átti sér stað eftir COVID-19 áskoranir og uppsöfnuð eftirspurn var bæði í fjárfestingum og neyslu.
Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka
Árangur Fyrirtækja og fjárfesta á árinu 2022 var framúrskarandi í öllum einingum sviðsins. Vöxtur í þóknanatekjum hélt áfram eftir metár 2021 og afrakstur af bættri stýringu efnahagsreiknings skilaði sér þar sem áhersla var lögð á arðsemi umfram vöxt. Ný útlán námu 72 milljörðum króna og 85 milljarðar króna af lánum voru endurfjármögnuð á árinu auk þess sem markvisst var unnið með viðskiptavinum að sem hagkvæmastri fjármagnsskipan, til dæmis með skuldabréfaútgáfum í bland við hefðbundin útlán. Þá voru fyrstu lánin veitt í samstarfi við Fyrirtækjalánasjóð á vegum Íslandssjóða. Útlán sem uppfylla skilyrði sjálfbærniramma nema 47 milljörðum króna og búið er að meta 73% af lánasafni sviðsins með tilliti til sjálfbærni.
Það gekk vel hjá gjaldeyrismiðlun á árinu og er Íslandsbanki leiðandi á þeim markaði. Gerðar voru skipulagsbreytingar þar sem öll miðlun verðbréfa og ráðgjöf tengd verðbréfum voru sameinuð á einn stað undir merkjum Verðbréfamiðlunar. Markmiðið er að auka slagkraft bankans á verðbréfamarkaði og efla vöruþróun. Íslandsbanki er leiðandi á frummarkaði skuldabréfa og á árinu gaf Íslandsbanki út 62 milljarða króna af nýjum skuldabréfum fyrir viðskiptavini sína. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður var sterkt innflæði í Einkabankaþjónustu og sífellt fleiri viðskiptavinir bankans kjósa að nýta sér þjónustuna eftir markvisst kynningarstarf undanfarið ár.
Árangur Fyrirtækja og fjárfesta á árinu 2022 var framúrskarandi í öllum einingum sviðsins. Vöxtur í þóknanatekjum hélt áfram eftir metár 2021 og afrakstur af bættri stýringu efnahagsreiknings skilaði sér þar sem áhersla var lögð á arðsemi umfram vöxt.
Ásmundur Tryggvason
Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta
Árið 2022 einkenndist af krefjandi aðstæðum á innlendum og alþjóðlegum verðbréfamarkaði sem rekja má að mestu leyti til stríðsátaka og vaxtahækkana í kjölfar þeirra og heimsfaraldurs. Við leggjum mikla áherslu á langtíma sparnað og eignadreifingu og bjóðum fjölbreytt úrval sjóða sem hafa skilað góðri ávöxtun í samanburði við aðra sjóði á íslenskum markaði þegar til lengri tíma er litið.
Innlán íslenskra heimila halda áfram að vaxta og samhlíða því hefur fjöldi hluthafa í félögum sem skráð eru í íslensku kauphöllina nánast tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er einstaklega jákvæð þróun þar sem aukinn sparnaður veitir ákveðið öryggi á óvissutímum og sjáum við það meðal annars í því að viðskiptavinum okkar í mánaðarlegri áskrift að sjóðum fjölgaði á árinu um 25%.
Skráning Ölgerðarinnar síðastliðið sumar heppnaðist afar vel en Akur fjárfestingar, framtakssjóður í rekstri Íslandssjóða, hefur verið einn af stærstu eigendum í Ölgerðinni og var leiðandi í skráningarferlinu ásamt öðrum kjölfestufjárfestum. Salan á Mílu til Ardian France SA voru viðskipti ársins að mati bankans og tók IS Fyrirtækjalánasjóður Íslandssjóða þátt í fjármögnun þeirra viðskipta.
Við leggjum mikla áherslu á langtíma sparnað og eignadreifingu og bjóðum fjölbreytt úrval sjóða sem hafa skilað góðri ávöxtun í samanburði við aðra sjóði á íslenskum markaði þegar til lengri tíma er litið.
Kjartan Smári Höskuldsson
Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.
Vegferðin í átt að stafrænni, gagnadrifinni bankaþjónustu hélt áfram á fullum hraða 2022. Þáttaskil á þeirri vegferð var innleiðing á stafrænu ferli fyrir kaup á vörum bankans og næsta skref felst í innleiðingu á innbyggðri stafrænni sölu og markaðssetningu. Íslandsbanki vinnur stöðugt að uppfærslu á dreifileiðum bankans og var meðal annars fyrstur á íslenskum markaði til að bjóða snertilausar greiðslur með GoogleWallet. Viðskiptavinir geta nú einnig nýtt sér kortalausa hraðbanka, sjálfsafgreiðslu á nýjum sjóðfélagavef og hlutabréfaviðskipti í appi. Árið 2023 verður áherslan lögð á að verða markaðsleiðandi varðandi stafræna upplifun og þjónustu til fyrirtækja, sem og hagnýtingu gagna í stafrænni þjónustu og sölu.
Vegferðin í átt að stafrænni, gagnadrifinni bankaþjónustu hélt áfram á fullum hraða 2022. Þáttaskil á þeirri vegferð var innleiðing á stafrænu ferli fyrir kaup á vörum bankans og næsta skref felst í innleiðingu á innbyggðri stafrænni sölu og markaðssetningu.
Riaan Dreyer
Framkvæmdastjóri Upplýsingatækni
Íslandsbanki býr að langri hefð í fjármögnun íslenskra heimila og fyrirtækja og er útlánaáhætta ríkjandi áhættuþáttur í starfsemi bankans. Þrátt fyrir að útlánáhætta vegi um 90% af áhættugrunni bankans er mikilvægt að umgjörð áhættustýringar nái til allra áhættuþátta sem bankinn stendur frammi fyrir. Með heildstæðri yfirsýn áhættuþátta er stjórnendum bankans kleift að taka upplýstar ákvarðanir sem falla innan áhættuvilja bankans.
Starfsumhverfi banka er sífellt að breytast og nýir áhættuþættir að koma fram sem geta haft áhrif á áhættusnið bankans. Það er því mikilvægt að umgjörð áhættustýringar sé sveigjanleg til þess að geta borið kennsl á og lagt mat á nýja áhættuþætti. Með bættri tækniþróun og skilvirkri umgjörð áhættustýringar er Íslandsbanki vel í stakk búinn að mæta breyttum kröfum og hafa eftirlit með og stýra bæði nýjum og hefðbundnum áhættum.
Íslandsbanki býr að langri hefð í fjármögnun íslenskra heimila og fyrirtækja og er útlánaáhætta ríkjandi áhættuþáttur í starfsemi bankans. Þrátt fyrir að útlánáhætta vegi um 90% af áhættugrunni bankans er mikilvægt að umgjörð áhættustýringar nái til allra áhættuþátta sem bankinn stendur frammi fyrir.
Guðmundur Kristinn Birgisson
Framkvæmdastjóri Áhættustýringar
Íslandsbanki býr að langri hefð í fjármögnun íslenskra heimila og fyrirtækja og er útlánaáhætta ríkjandi áhættuþáttur í starfsemi bankans. Þrátt fyrir að útlánáhætta vegi um 90% af áhættugrunni bankans er mikilvægt að umgjörð áhættustýringar nái til allra áhættuþátta sem bankinn stendur frammi fyrir.
Íslandsbanki hefur náð góðum árangri í að bæta stafræna þjónustu við viðskiptavini á árinu 2022. Verkefnið Stafrænir stórmeistarar 2.0 hefur miðað að því að bæta enn frekar stafræna vöruþróun bankans, með skilvirkni og virði fyrir viðskiptavini að leiðarljósi. Þannig stefnir bankinn á að halda áfram að vera fremstur í flokki þegar kemur að þjónustu.
Íslandsbanki hefur einsett sér að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Sífellt fleiri viðskiptavinir og samstarfsaðilar sjá þau miklu tækifæri sem felast í að Ísland verði leiðandi á sviði sjálfbærni.
Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.
Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2022 hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá 2019.
Íslandsbanki gaf í október 2022 út Kolefnishlutleysisskýrslu þar sem farið er yfir mælingu á fjármögnuðum útblæstri, markmið og árangur bankans á sviði loftslagsmála.
Hagvöxtur var myndarlegur á síðasta ári, studdur af örum vexti útflutnings, þróttmikilli einkaneyslu og talsverðum fjárfestingarvexti. Vaxandi þenslumerki grófu þó um sig í hagkerfinu og birtust einkenni þenslunnar meðal annars í spenntum íbúðamarkaði, allnokkrum viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu. Horfur eru á hægarivexti íslenska hagkerfisins í ár og aðlögun að jafnvægi í hagkerfinu mun væntanlega endurspeglast í bata í utanríkisviðskiptum, jafnvægi á vinnumarkaði og hjaðnandi verðbólgu.
Árið 2022 var viðburðaríkt hjá Íslandsbanka þar sem reksturinn gekk vel og afkoman var góð. Arðsemi var 11,8% á árinu sem er umfram fjárhagsleg markmið bankans. Tekjumyndunin var sterk með 14,1% aukningu á árinu og var tekjuvöxtur hjá öllum tekjusviðum. Kostnaðarhlutfall var 42,1% sem er lækkun frá fyrra ári þegar það var 46,2%. Virðisbreyting útlána var jákvæð að upphæð 1,6 milljarð króna og skýrðist það af rekstrarbata í ferðaþjónustu. Vöxtur útlána til bæði einstaklinga og fyrirtækja stuðlaði að 9,2% hækkun útlána. Innlán jukust um 6,2% og eru innlán stærsta stoð fjármögnunar bankans. Aðstæður á skuldabréfamörkuðum voru krefjandi á árinu og bankinn sýndi styrk sinn með aukinni fjölbreytni í fjármögnun. Bankinn gaf meðal annars út sínar fyrstu útgáfur á sértryggðum skuldabréfum í evrum og víkjandi skuldabréfum í íslenskum krónum. Bankinn er vel fjármagnaður og eru öll lausafjár- og eiginfjárhlutföll yfir markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Stjórn bankans mun því leggja til á aðalfundi að greiddir verði tæplega 12,3 milljarðar króna í arð og er það í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þá hefur bankinn í hyggju að ráðast í endurkaup eigin hlutabréfa með hefðbundnu endurkaupaferli að fjárhæð 5 milljarðar króna.
Árið 2022 var viðburðaríkt hjá Íslandsbanka þar sem reksturinn gekk vel og afkoman var góð. Arðsemi var 11,8% á árinu sem er umfram fjárhagsleg markmið bankans.
Jón Guðni Ómarsson
Fjármálastjóri
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.
Stjórn Íslandsbanka hefur einsett sér að vera framúrskarandi í góðum stjórnarháttum og að stjórnarhættir bankans samræmist því regluverki sem um starfsemina gildir, alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum og bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.