Mannauðsstefna

Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki.

Mannauðsstefna


Mannauðsstefna Íslandsbanka  styður við heildarstefnu bankans sem byggir á gildunum; eldmóður, fagmennska og samvinna. Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Lögð er áhersla á að skapa jákvæða vinnustaðarmenningu, með sterkri liðsheild, tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga.

Við sækjumst eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, sýnir eldmóð, fagmennsku og vinnur saman að því að leita ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

Leggjum áherslu á hæfi starfsfólks með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun þeirra. Fræðsla og þjálfun er sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda og byggist á reglulegri og uppbyggilegri endurgjöf á frammistöðu. Markmið okkar er að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín í starfi.

Við hjá Íslandsbanka leggjum áherslu á að styðja við vellíðan og heilsu starfsfólks með ýmsum hætti. Unnið er eftir jafnréttisáætlun og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

Við hvetjum til að samskipti séu opin, hreinskilin og uppbyggileg þar sem gagnkvæm virðing ríkir. Leggjum áherslu á að allt starfsfólk stuðli að góðum starfsanda, leggi sig fram við að efla liðsheildina og styðji hver annan.

Hér er hægt að nálgast Mannauðsstefnu Íslandsbanka (pdf)