Jafnrétti

Jafnrétti er okkur hjartans mál en einn af styrkleikum bankans er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns þekkingu og hæfileika alls starfsfólks óháð kyni.

Okkar jafnréttisgildi


Jafnrétti
Íslandsbanki leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika alls starfsfólks, óháð kyni. Íslandsbanki vinnur sérstaklega að jafnri meðferð fyrir starfsfólk sitt og að koma í veg fyrir hverskonar mismunun innan bankans vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Jafnframt leggur bankinn áherslu á að vinna gegn mismunun og að koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði. ". Innan bankans starfar jafnréttis og fjölbreytni hópur sem hefur það markmið að hafa góð og jákvæð áhrif á þennan málaflokk og veita aðhald og stuðning. Allt starfsfólk, óháð kyni, á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki einelti, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Ráðningar
Til að tryggja sem jöfnust tækifæri eru störf í auglýsingum ókyngreind. Þegar við höfum val um jafnhæfa einstaklinga skal ráðið það kyn sem hallar á í einingunni. Gildi bankans og samsetning sviðs/deildar eru höfð til hliðsjónar við ráðningar. Ef gild rök mæla með því að ráðinn er einstaklingur af ákveðnu kyni vegna hlutlægra þátta sem tengjast starfinu er það heimilt. Stefnt er að því að hafa sem jafnast hlutfall kynja á sviðum, deildum, nefndum, ráðum og stjórnum sem og í stjórnendastöðum. Í dag eru kynjahlutföll stjórnenda jöfn.

Fræðsla
Stjórnendur og starfsfólk, óháð kyni, eru hvött til að afla sér aukinnar þekkingar. Starfsfólk hefur sambærilega möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum, þar sem það á við. Starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að þróast í starfi, óháð kyni.

Sveigjanleiki
Starfsfólki er gert kleift að samræma skyldur sínar gagnvart vinnu og fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum, eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið og þörf er á. Feður jafnt sem mæður eru hvött til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Komið er til móts við óskir starfsfólks um sveigjanlega töku fæðingar- og foreldraorlofs þar sem því er við komið. Ennfremur skal auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof.

Jafnlaunastefna Íslandsbanka


Ein af lykilforsendum þess að laða að og halda í gott starfsfólk er að bjóða samkeppnishæf kjör. Við ákvörðun um starfskjör er tekið mið af árangri, ábyrgð, álagi, frammistöðu og markaðsaðstæðum, allt innan ramma kjarasamnings.

Markmiðið með jafnlaunastefnu er að Íslandsbanki tryggi að fyllsta jafnréttis á milli kynja sé gætt við launaákvarðanir. Jafnlaunastefnu Íslandsbanka er ætlað að tryggja  réttindi um að starfsfólki skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf  óháð kyni. Með jöfnun launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir alla óháð kyni. Til þess að framfylgja stefnunni fer Íslandsbanki eftir Jafnlaunastaðli um jafnlaunakerfi.  Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Íslandsbanka.

Samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber Íslandsbanka að setja sér jafnréttisáætlun þar sem fram kemur hvernig markmiðum laganna verði náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í lögum.

Jafnréttisáætlun Íslandsbanka 
Við erum stolt af því að hafa fengið nokkrum sinnum  faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á að jafnlaunakerfi Íslandsbanka tryggi að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Þessi vottun er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan bankans undanfarin ár en við fengum Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016 og Gullmerki PwC 2015.