Stafrænar lausnir

Nýttu þér stafrænar lausnir Íslandsbanka til að sinna öllum helstu bankaviðskiptum, hvar og hvenær sem er.

Íslandsbankaappið


Með appinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað.

Hægt er að velja um að hafa appið á íslensku, ensku eða pólsku.

Fróði


Við vitum að góð þjónusta breytir öllu og því kynnum við Fróða til leiks.

Snertilausar greiðslur


Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.

Netbanki


Netbanki Íslandsbanka er stærsta útibú bankans. Þar geta viðskiptavinir stundað öll helstu bankaviðskipti á netinu, með einföldum og þægilegum hætti.

Auðkenn­ing og öryggi


Rafræn skilríki í farsíma eru auðveld og örugg leið til að skrá sig inn í netbanka og app. Að auki er hægt að undirrita ýmis skjöl með skilríkjunum.

Það er líka hægt að skrá sig inn í netbanka og app með því að fá auðkennisnúmer sent í farsíma með SMS skilaboðum.

Tæknileg aðstoð


Vantar þig tæknilega aðstoð með stafrænu lausnirnar okkar? Sendu okkur fyrirspurn og við förum yfir erindið og svörum eins fljótt og auðið er.

Fjártækni og opinn API

Vefþjónustur

Íslandsbanki býður nú opnar vefþjónstur (Open API) með upplýsingum um vörur bankans ásamt vaxtakjörum og verðskrá og leitar að fólki og fyrirtækjum með frábærar hugmyndir um hvernig má gera bankaþjónustu betri.  

Ef þú ert með frábæra hugmynd eða langar að vita meira þá hvetjum við þig til að hafa samband.