Tilkynning um meint misferli
Ef þú hefur lent í netsvikum eða hefur grun um óheimilar færslur á kortinu þínu smelltu hér.
Tilkynning um meint misferli sem tengist starfsemi bankans
Íslandsbanki lítur misferli mjög alvarlegum augum. Við hvetjum þig til að láta vita ef þú hefur vitneskju eða grun um hugsanlegt misferli sem tengist starfsemi bankans á einhvern hátt. Þar með aðstoðar þú við að upplýsa um brot sem valdið geta viðskiptavinum, almenningi, bankanum og atvinnulífi miklu tjóni. Tilkynning um misferli þarf að byggja á rökstuddum grun, sem þarf þó ekki að vera hafinn yfir allan vafa.
Móttaka misferlistilkynninga fer í gegnum kerfið WhistleB sem er sérstaklega aðgreint frá öðrum upplýsingakerfum bankans og vistað utan hans. Kerfið er sérstaklega hannað með tilliti til verndunar tilkynnanda og þeirra tilkynninga sem þangað berast, en veitir jafnframt möguleika á áframhaldandi samskiptum við þá sem kjósa að njóta nafnleyndar. Kerfið er mjög einfalt í notkun og leiðir tilkynnanda áfram. Til að tryggja nafnleynd er starfsmönnum bent á að skrá ekki tilkynningar í gegnum tölvubúnað sem tengist netkerfi bankans. Einungis misferlisteymi innri endurskoðunar bankans mun hafa aðgang að skráðum málum.
Hægt er að nálgast kerfið hér á þessari slóð (afrita þarf slóðina) https://report.whistleb.com/is/islandsbanki