Tilnefningarnefnd
Samkvæmt samþykktum Íslandsbanka skal bankinn hafa starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga í stjórnarsetu í félaginu á aðalfundi félagsins, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Nefndarmenn tilnefningarnefndar skulu vera þrír, auk tveggja varamanna. Tveir nefndarmanna tilnefningarnefndar ásamt einum varamanni skulu kjörnir af aðalfundi, eða öðrum hluthafafundi þar sem kjör nefndarmanna tilnefningarnefndar er á dagskrá, til eins árs í senn. Þriðji nefndarmaður tilnefningarnefndar og varamaður hans skulu vera stjórnarmenn í félaginu og eru þeir skipaðir af stjórn til eins árs í senn.
Skipan nefndarinnar og störf hennar skulu vera í samræmi við 53. gr. laga 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Eftirtaldir aðilar eru kjörnir í tilnefningarnefnd bankans:
- Helga Valfells
- Hilmar Garðar Hjaltason
Kjörinn varamaður í tilnefningarnefnd bankans er Anna Rut Þráinsdóttir.
Linda Jónsdóttir, stjórnarformaður, hefur verið skipuð í tilnefningarnefnd af stjórn bankans. Varamaður hennar er Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður.
Ásamt tilnefningarnefnd bankans starfrækir Bankasýsla ríkisins sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd ríkisins í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar.
Samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og Bankasýslu ríkisins skulu tilnefningarnefnd bankans og valnefnd Bankasýslunnar tryggja að þegar kjósa skal í stjórn, séu í framboði til stjórnar hópur sem uppfylli á hverjum tíma ákvæði laga um samsetningu, bæði hvað breidd þekkingar og kynjahlutfall.
Starfsreglur tilnefningarnefndar
Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@islandsbanki.is.