Tilnefningarnefnd
Samkvæmt samþykktum Íslandsbanka skal bankinn hafa starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það hlutverk að tilnefna einstaklinga í stjórnarsetu í félaginu á aðalfundi félagsins, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Nefndarmenn tilnefningarnefndar skulu vera þrír, auk tveggja varamanna. Tveir nefndarmanna tilnefningarnefndar ásamt einum varamanni skulu kjörnir af aðalfundi, eða öðrum hluthafafundi þar sem kjör nefndarmanna tilnefningarnefndar er á dagskrá, til eins árs í senn. Þriðji nefndarmaður tilnefningarnefndar og varamaður hans skulu vera stjórnarmenn í félaginu og eru þeir skipaðir af stjórn til eins árs í senn.
Skipan nefndarinnar og störf hennar skulu vera í samræmi við 53. gr. laga 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Eftirtaldir aðilar eru kjörnir í tilnefningarnefnd bankans:
- Helga Valfells
- Hilmar Garðar Hjaltason
Kjörinn varamaður í tilnefningarnefnd bankans er Anna Rut Þráinsdóttir.
Linda Jónsdóttir, stjórnarformaður, hefur verið skipuð í tilnefningarnefnd af stjórn bankans. Varamaður hennar er Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður.
Starfsreglur tilnefningarnefndar
Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@islandsbanki.is.