Skýrslur ársins 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Íslandsbanka 2024, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.
Árs- og sjálfbærniskýrsla Íslandsbanka 2024, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.
Á íslenskum fjármálamarkaði er augljós þörf á samþættingu og mikil tækifæri eru til hagræðingar. Það eru tækifæri sem við höfum fullan hug á að skoða.
Bankinn hefur um langt skeið verið leiðandi þegar kemur að fræðslumálum og við ætlum okkur að stíga enn frekari skref til að hjálpa viðskiptavinum að hafa yfirsýn og ná árangri í sínum fjármálum.
Undanfarin ár hafa reynt á bæði starfsfólk og viðskiptavini okkar, þar sem aðstæður á mörkuðum hafa verið krefjandi. Há verðbólga, hátt vaxtastig og óvissa í efnahagsmálum hafa skapað áskoranir sem kalla á aðlögunarhæfni, seiglu og styrk. Þetta hefur haft áhrif á bæði daglegt líf okkar og viðskiptavina – sem eru einnig hluti af okkar teymi.
Við höfum nýtt þessar aðstæður til að styrkja innviði okkar og leggja meiri áherslu á að innleiða það sem við köllum árangurs- og ábyrgðarmenningu í starfsemi bankans. Það hefur falið í sér að skýra og einfalda markmið, ákvörðunartöku og ábyrgð í öllu starfi. Enn fremur að efla liðsanda og sameiginlega ábyrgð á árangri – því saman náum við árangri. Við höfum náð að viðhalda hárri starfsánægju, mikilli helgun og samheldni. Við erum stolt af því hvernig við höfum staðið saman og nýtt áskoranir til að verða enn sterkari.
Við höfum náð að viðhalda hárri starfsánægju, mikilli helgun og samheldni. Við erum stolt af því hvernig við höfum staðið saman og nýtt áskoranir til að verða enn sterkari.
Hafsteinn Bragason
Mannauðsstjóri
Á árinu 2024 vann bankinn eftir stefnuhúsinu sem samþykkt var árið á undan og innihélt eldri stefnu bankans. Ný stefna var samþykkt af stjórn í lok árs 2024 og munu áherslur verkefna mótast af henni.
Ný stefna var kynnt starfsfólki í upphafi árs 2025 og verður áhersla lögð á kröftuga innleiðingu og fylgni á árinu. Stefnan endurspeglar þá áherslu Íslandsbanka að setja viðskiptavini í fyrsta sæti með því að veita framúrskarandi þjónustu sem um leið stuðlar að fjárhagslegri heilsu þeirra.
Með fjárhagslega heilsu í stefnu bankans verður áherslan mjög skýr. Markaðsmál, vöruþróun, þjónustusnertingar og stafræn sala miða að því að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina og munum við á komandi misserum halda áfram að kynna til leiks spennandi nýjungar til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Við munum hjálpa þeim að fá betri yfirsýn yfir fjármálin og vera til staðar þegar á þarf að halda. Jafnframt munum við styðja viðskiptavini til frekari árangurs í fjármálum með enn öflugri markhópum þar sem gögnin gera okkur kleift að þekkja hvern viðskiptavin betur.
Fjárhagsleg heilsa tengir vel við líkamlegu heilsuna en Reykjavíkumaraþon Íslandsbanka er stærsti lýðheilsuviðburður landsins og um leið stærsta góðgerðarsöfnun landsins. Andleg heilsa er þriðja stoðin en við leggjum mikla áherslu á öflugan vinnustað þar sem starfsánægja er há. Það er lykillinn að því að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og upplifun.
Með fjárhagslega heilsu í stefnu bankans verður áherslan mjög skýr. Markaðsmál, vöruþróun, þjónustusnertingar og stafræn sala miða að því að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina og munum við á komandi misserum halda áfram að kynna til leiks spennandi nýjungar til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.
Edda Hermannsdóttir
Forstöðumaður Markaðs- og samskiptasviðs
Á árinu sem er að líða höfum við tekið stórt skref í átt að frekara frumkvæði í samskiptum með persónusniðnum hætti. Góð þjónusta er að geta mætt viðskiptavinum á öllum þeim tímamótum sem þeir standa frammi fyrir. Við viljum sjá fyrir og skilja betur þarfir viðskiptavina og samtvinna persónulega og stafræna þjónustu. Það er mikilvægt að missa ekki persónulegu tengslin við viðskiptavini okkar þrátt fyrir aukningu í notkun stafrænna lausna. Áhersla á sterkari gagnainnviði hefur skilað okkur góðum grunni til að vera leiðandi í að bjóða upp á þjónustu og samskipti sniðin að þörfum hvers og eins. Viðskiptavinir fá nú símtöl, tölvupóst eða skilaboð inni í appinu um vörur eða þjónustu sem hentar viðkomandi á hverjum tímapunkti.
Við viljum efla viðskiptavini Íslandsbanka í átt að þeirra markmiðum um betri fjárhagslegri heilsu. Hvort sem það er að eignast sitt fyrsta heimili, undirbúa sig fyrir starfslok eða hafa aðeins meira svigrúm í hverjum mánuði. Áhersla hefur verið á þróun á stafrænum lausnum sem styðja við fjárhagslega heilsu ásamt því að veita faglega og persónulega ráðgjöf þegar leitað er til okkar.
Góð þjónusta er að geta mætt viðskiptavinum á öllum þeim tímamótum sem þeir standa frammi fyrir. Við viljum sjá fyrir og skilja betur þarfir viðskiptavina og samtvinna persónulega og stafræna þjónustu.
Ólöf Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Einstaklinga
Framan af einkenndist árið 2024 af háu vaxtastigi og þrálátri verðbólgu sem setti mark sitt á rekstur fyrirtækja í landinu. Það reyndi á viðnámsþrótt atvinnulífsins en fyrirtæki sýndu mikla seiglu í krefjandi efnahagsumhverfi. Hátt vaxtastig dró úr eftirspurn eftir nýjum útlánum, sérstaklega á bílamarkaði þar sem sala nýrra bíla dróst verulega saman. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður námu ný útlán 92 milljörðum króna árið 2024 auk þess sem vanskilavísar hafa lítið hreyfst sem sýnir gríðarlega festu og seiglu hjá fyrirtækjum landsins.
Á árinu 2025 fagnar Ergo 40 ára afmæli sem elsta eignaleigufyrirtæki landsins. Samkeppnisforskot Ergo felst í breiðu vöruúrvali, faglegri þjónustu, reynslu og þekkingu starfsfólks. Ergo frumsýndi nýja auglýsingaherferð haustið 2024, sem við förum með inn í afmælisárið.
Nýjar lausnir litu dagsins ljós sem auðvelda fyrirtækjum á ferðinni að sinna sínum fjármálum. Mikill kraftur hefur farið í þróun nýs netbanka fyrir fyrirtæki sem við hlökkum til að fá í loftið á fyrsta ársfjórðungi 2025. Sem fyrr erum við stolt af mjög sterkri og hæstu markaðshlutdeild meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Nýjar lausnir litu dagsins ljós sem auðvelda fyrirtækjum á ferðinni að sinna sínum fjármálum. Mikill kraftur hefur farið í þróun nýs netbanka fyrir fyrirtæki sem við hlökkum til að fá í loftið á fyrsta ársfjórðungi 2025.
Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabanka
Fyrirtæki og fjárfestar eru með öfluga viðskiptavini sem nýttu styrk sinn til fjárfestinga þrátt fyrir hátt vaxtastig. Bankinn hefur stutt þá til góðra verka, meðal annars með lánveitingum til nýrra framkvæmda og fyrirtækjakaupa, en nýjar lánveitingar námu 71 milljarði króna.
Íslandsbanki hefur markað sér stefnu um að vera með sérþekkingu í fjármögnun á uppbyggingu innviða og setti á fót sérstakt innviðateymi en á þeim vettvangi eru ýmis verkefni í farvatninu. Jafnframt hefur áhersla á erlendar lánveitingar verið aukin.
Verðbréfamiðlun átti frábært ár þrátt fyrir að markaðir hafi verið krefjandi stóran hluta ársins. Bankinn er með leiðandi stöðu og var með mestu hlutdeild í veltu hlutabréfa í Kauphöll tíu af tólf mánuðum ársins og næstmestu hlutdeild í samanlagðri veltu hlutabréfa og skuldabréfa. Krefjandi markaðir undanfarin ár hafa einnig haft áhrif á viðskiptavini Eignastýringar en þeir sem hafa staðið þolinmóðir í gegnum sveiflurnar eru nú að uppskera samhliða viðsnúningi á mörkuðum. Íslandsbanki er sem fyrr leiðandi á gjaldeyrismarkaði með reynslumikið teymi sem vinnur náið með viðskiptavinum bankans.
Íslandsbanki hefur markað sér stefnu um að vera með sérþekkingu í fjármögnun á uppbyggingu innviða og setti á fót sérstakt innviðateymi en á þeim vettvangi eru ýmis verkefni í farvatninu. Jafnframt hefur áhersla á erlendar lánveitingar verið aukin.
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta
Eftir langan tíma í krefjandi vaxtaumhverfi og þrálátri verðbólgu er staðan á mörkuðum aftur orðin hagfelld fyrir sparifjáreigendur. Erlendir markaðir hafa haldist sterkir, góð kjör eru enn í boði á skuldabréfamarkaði og verðlagning á hlutabréfamarkaði þykir almennt hófleg.
Nú er langþráð vaxtalækkunarferli hafið og enn bjartara framundan en verið hefur síðustu misserin. Í ljósi þessa stofnuðum við skuldabréfasjóðinn IS Vaxtastefna á árinu 2024 en sjóðurinn er skuldabréfasjóður með rýmri heimildir en hefðbundnir skuldabréfasjóðir og getur hann því nýtt til fulls þau tækifæri sem skapast á markaði. Jákvæð raunávöxtun var á öllum skuldabréfasjóðum í stýringu Íslandssjóða á árinu, en félagið hefur um árabil verið leiðandi á þeim markaði hér á landi með um 38% markaðshlutdeild.
Þegar litið er til fjárhagslegrar heilsu ungra viðskiptavina okkar er sérlega ánægjulegt að sjá að áhugi ungs fólks á séreignarsparnaði er sífellt að aukast og eru sjóðfélagar í Framtíðarauði, séreignarsparnaði Íslandsbanka, nú orðnir yfir 42 þúsund talsins og allar fjárfestingaleiðir Framtíðarauðs sem Íslandssjóðir stýra skiluðu góðri ávöxtun á árinu.
Jákvæð raunávöxtun var á öllum skuldabréfasjóðum í stýringu Íslandssjóða á árinu, en félagið hefur um árabil verið leiðandi á þeim markaði hér á landi með um 38% markaðshlutdeild.
Kjartan Smári Höskuldsson
Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.
Þegar við lítum til baka á árangur ársins er ég ákaflega stoltur af starfsfólki Stafrænnar þróunar og gagna fyrir að vinna að lausnum sem raunverulega bæta og efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og á sama tíma tryggja stöðugt og öruggt rekstrarumhverfi.
Meðal hápunkta ársins voru nýjar stafrænar lausnir fyrir bílalán, umbætur á peningaþvættisvörnum og framkvæmd áreiðanleikakannana, innleiðing á sjálfvirku ferli við upphaf viðskipta fyrir fyrirtæki, Payday tenging í appið og ný líkön fyrir vélnám (e. machine learning), svo eitthvað sé nefnt.
Horft til framtíðar verður áherslan á að halda áfram vegferðinni í átt að því markmiði að verða sannarlega gagnadrifið fyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sér-sniðnar vörur og þjónustu, endurhugsar upplifunina í framlínu og útibúum og nýtir kraftinn sem fólginn er í spunagreind og nýrri tækni.
Horft til framtíðar verður áherslan á að halda áfram vegferðinni í átt að því markmiði að verða sannarlega gagnadrifið fyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sér-sniðnar vörur og þjónustu, endurhugsar upplifunina í framlínu og útibúum og nýtir kraftinn sem fólginn er í spunagreind og nýrri tækni.
Riaan Dreyer
Framkvæmdastjóri Upplýsingatækni
Starfsumhverfi banka er í stöðugri þróun og koma nýir áhættuþættir reglulega fram á sjónarsviðið. Tækniframfarir, félagslegar og pólitískar breytingar, umhverfisáhrif, netógnir og jarðhræringar eru áhættu-þættir sem geta haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og orðspor banka. Því er mikilvægt að viðhafa stöðuga árvekni og að áhættustýring sé sveigjanleg og skilvirk til að greina og meta nýjar áhættur.
Árið 2024 einkenndist af háu vaxtastigi og áhrifum þess á einstaklinga og fyrirtæki. Greiðslubyrði lána jókst, óverðtryggð lán voru greidd upp í auknum mæli og aukin sókn var í verðtryggð lán. Verðtryggingarójöfnuður bankans óx en ekki bar á aukningu í útlánaáhættu þar sem vanskil hafa ekki vaxið. Bankinn hefur styrkt umgjörð sína um varnir gegn peningaþvætti í kjölfar athugasemda Seðlabanka Íslands og aukin áhersla hefur verið lögð á netöryggismál. Undirbúningur fyrir innleiðingu nýs regluverks hefur staðið yfir á árinu, reglugerðar sem snýr að mati á eiginfjárþörf banka CRR 3 og DORA sem snýr að viðnámsþrótti stafrænna innviða. Áhættustýring Íslandsbanka keppir stöðugt að framförum í mati, umgjörð og stýringu áhættuþátta.
Árið 2024 einkenndist af háu vaxtastigi og áhrifum þess á einstaklinga og fyrirtæki. Greiðslubyrði lána jókst, óverðtryggð lán voru greidd upp í auknum mæli og aukin sókn var í verðtryggð lán. Verðtryggingarójöfnuður bankans óx en ekki bar á aukningu í útlánaáhættu þar sem vanskil hafa ekki vaxið.
Guðmundur Kristinn Birgisson
Framkvæmdastjóri Áhættustýringar
Við viljum vinna að skilvirkum fjármálamarkaði, byggðum á heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum, þar sem viðskiptahættir mótast manna á milli og verða grunnur að skrásettum kröfum í laga- og regluverki samfélaga. Raunin er oft sú að skrásetning evrópsks regluverks er ætlað að ná utan um starfsemi sem miðar að framkvæmd alþjóðlegra fjármálafyrirtækja, á stærri og fleiri mörkuðum með meira og flóknara vöruframboð, en er hjá okkur á Íslandi. Það á ekki bara við um viðskiptahættina sem slíka heldur einnig það eftirlit sem kröfur regluverksins gera ráð fyrir.
Stýringar, mótaðar og innleiddar, verða að vera ígrundaðar og skilvirkar, en Regluvarsla veitir lausna-miðaða ráðgjöf sem styður við slíka framkvæmd. Eftirlit með virkni þeirra þarf að vera áhættumiðað, skilvirkt og gagnlegt, ekki bara hjá Regluvörslu á annarri varnalínu heldur einnig á þeirri fyrstu með virku eftirliti sem er samofið daglegri starfsemi í svokölluðu stjórnendaeftirliti.
Við viljum vinna að skilvirkum fjármálamarkaði, byggðum á heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum, þar sem viðskiptahættir mótast manna á milli og verða grunnur að skrásettum kröfum í laga- og regluverki samfélaga.
Barbara Inga Albertsdóttir
Framkvæmdastjóri Regluvörslu
Rekstur Íslandsbanka gekk vel á árinu 2024. Bankinn skilaði hagnaði upp á 24,2 milljarða króna sem jafngildir því að arðsemi eigin fjár hafi numið 10,9% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfall var 43,9% fyrir árið í heild. Var afkoma bankans þannig yfir fjárhagslegum markmiðum, bæði hvað varðar arðsemi eigin fjár og kostnaðarhlutfall, og má þar þakka góðum árangri í öllum rekstrareiningum bankans sem og dótturfélaga. Efnahagur bankans er áfram sterkur, og að meginþætti til samsettur úr lánasafni bankans á móti innlánum, skuldabréfaútgáfum og eigin fé hans. Vöxtur útlána var góður á árinu, eða um 6%, og vöxtur innlána var um 10%. Fjármögnunarkjör sem bankanum býðst héldu áfram að batna á árinu 2024 og eru nú með hagfelldasta móti sem bankanum hefur boðist í lengri tíma. Eiginfjárhlutföll eru sterk og umtalsvert yfir bæði okkar markmiðum og kröfum eftirlitsaðila og mikið svigrúm til staðar. Gildistaka CRR3, sem er ráðgerð á árinu 2025, mun að líkindum auka það svigrúm enn frekar. Bankinn hefur sett sér það markmið að straumlínulaga eigið fé sitt, ýmist með vexti og/eða útgreiðslum til hluthafa.
Rekstur Íslandsbanka gekk vel á árinu 2024. Bankinn skilaði hagnaði upp á 24,2 milljarða króna sem jafngildir því að arðsemi eigin fjár hafi numið 10,9% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfall var 43,9% fyrir árið í heild.
Ellert Hlöðversson
Framkvæmdastjóri Fjármála
Árið 2024 var ár hagsveifluskila í íslensku hagkerfi eftir kraftmikið vaxtarskeið árin á undan. Óhagstætt framlag utanríkisviðskipta vó á móti hóflegri aukningu innlendrar eftirspurnar og skrapp landsframleiðsla lítillega saman á milli ára. Minnkandi spenna einkenndi bæði íbúðamarkað og vinnumarkað. Verðbólga hjaðnaði talsvert á árinu og vaxtalækkunarferli fór af stað á lokafjórðungi ársins. Horfur eru á að hagvöxtur glæðist á ný á þessu ári þótt vöxturinn verði trúlega fremur hóflegur í sögulegu ljósi. Aðlögun að jafnvægi mun áfram einkenna hagkerfið og hjaðnandi verðbólga mun liðka fyrir áframhaldandi lækkun vaxta á árinu.
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.
Stjórn Íslandsbanka hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé í samræmi við lög og reglur sem um starfsemi hans gilda, góða viðskiptaog stjórnarhætti og þær reglur sem stjórn hefur sett um starfsemi bankans.
Framkvæmdastjórn hefur yfirsýn og samhæfir lykilþætti í starfsemi Íslandsbanka og fer með ákvörðunarvald í þeim málefnum bankans sem bankastjóri felur henni í samræmi við stefnu, markmið og áhættuvilja stjórnar.
Íslandsbanki hefur einsett sér að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Íslandsbanki vill vinna með viðskiptavinum sínum og hreyfa þannig við íslensku samfélagi.
Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.
Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2024 hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka.
Íslandsbanki hefur einsett sér að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Íslandsbanki vill vinna með viðskiptavinum sínum og hreyfa þannig við íslensku samfélagi.