Stefna Íslandsbanka
Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem samþykkt var af stjórn í upphafi árs 2023.
Bankinn starfar í dag eftir stefnu sem samþykkt var af stjórn í upphafi árs 2023.
Samkvæmt stefnunni er tilgangur Íslandsbanka að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að skapa virði til framtíðar, með því að veita framúrskarandi þjónustu. Settar hafa verið fjórar stefnuáherslur fyrir árin 2023-2025: Þjónusta, Gögn, Sjálfbærni og Starfsfólk. Yfirskrift tímabilsins er jafnframt sókn og vöxtur sem vísar m.a. til þess að við séum opin fyrir ytri vexti.
Frá stofnun bankans hefur Íslandsbanki lagt mikla áherslu á stefnumótun og hefur starfsfólk bankans tekið virkan þátt í mótun stefnunnar þar sem árlegir stefnufundir hafa leikið lykilhlutverk. Starfsumhverfi banka er að taka miklum breytingum og því mikilvægt að endurskoða stefnu bankans reglulega til að tryggja samkeppnishæfni hans í til framtíðar. Því var þemað á stefnufundi bankans í Fífunni árið 2023 þar sem ný stefna var kynnt Horft til framtíðar.