Stefna Íslandsbanka
Traustur og sjálfbær rekstur og skýr stefna eru grunnur að því að vera hreyfiafl í samfélaginu. Stefnan þarf þó stöðuga endurskoðun í takt við breytta tíma.
Traustur og sjálfbær rekstur og skýr stefna eru grunnur að því að vera hreyfiafl í samfélaginu. Stefnan þarf þó stöðuga endurskoðun í takt við breytta tíma.
Íslandsbanki leggur mikla áherslu á þátttöku starfsfólks í stefnumótun með árlegum stefnufundum, þar sem farið er yfir áherslur, markmið og leiðir til árangurs og stöðugrar framþróunar til að tryggja samkeppnishæfni.
Gildi Íslandsbanka mynda grunninn að menningu og stefnu bankans; þau leiðbeina ákvörðunum, hafa áhrif á hegðun og styðja við traustan og sjálfbæran rekstur.
Hlutverk bankans er að vera hreyfiafl í íslensku samfélagi og skapa virði til framtíðar á sjálfbæran hátt fyrir viðskiptavini okkar, hluthafa, starfsfólk og samfélagið allt.
Í stefnu bankans er sérstök áhersla lögð á fjárhagslega heilsu viðskiptavina bankans, meðal annars með ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við fjárhagslegar ákvarðanir.
Íslandsbanki hefur skilgreint fjórar stefnuáherslur sem styðja við markmið bankans og eru afurð stefnumótunarvinnu þvert á bankann.
Við viljum veita viðskiptavinum framúrskarandi og sérsniðna þjónustu sem eflir fjárhagslegri heilsu þeirra og skapar traust og verðmæt langtímasambönd. Við leggjum höfuðáherslu á að greina og skilja þarfir ólíkra viðskiptavina til að mæta þörfum þeirra og bæta upplifun. Við bjóðum notendavænar og öruggar stafrænar fjármálalausnir fyrir allar daglegar þarfir og erum ávallt til staðar þegar viðskiptavinir þurfa flóknari þjónustu.
Við nýtum gögn, stafræna ferla og gervigreind til að sníða þjónustuna að þörfum viðskiptavina okkar. Með því að vera gagnadrifin tryggjum við skilvirkni og að gögn og greiningar séu undirstaða góðrar ákvarðanatöku.
Við leitum stöðugt að vaxtartækifærum með arðsemi að leiðarljósi. Framsækni og nýsköpun eru í forgrunni, með áherslu á framþróun og verkefni sem hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini okkar, hluthafa, starfsmenn og samfélagið í heild. Við bestum nýtingu eiginfjár og tryggjum þannig skilvirkni í rekstri bankans.
Við viljum að Íslandsbanki sé eftirsóknarverður vinnustaður vaxtar. Við myndum saman frábæra liðsheild og hvetjandi starfsumhverfi sem kyndir undir sköpunarkraft og árangur. Við vinnum saman sem eitt lausnamiðað lið.