Íslandsbanki birtir samþætta Árs- og sjálfbærniskýrslu á hverju ári. Sjálfbærniuppgjör ársins 2024 hér að neðan inniheldur ítarlegra sundurliðun á UFS-upplýsingum auk umfjöllunar um skipulags- og rekstrarmörk, aðferðafræði og skilgreiningar. Endurskoðendafyrirtækið KPMG yfirfór og veitti staðfestingu með takmarkaðri vissu á tiltekinni sjálfbærniupplýsingagjöf bankans vegna ársins 2024. Sjálfbærniuppgjörið í ár er skref í átt að innleiðingu á Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) en bankinn hefur birt grunn niðurstöður að tvöfaldri mikilvægisgreiningu. Upplýsingar í sjálfbærniuppgjöri bankans eru því frá þeim ESRS (e. European Sustainability Reporting Standards) stöðlum sem eru mikilvægir fyrir Íslandsbanka í samræmi við grunn niðurstöður tvöfaldrar mikilvægisgreiningar. Til viðbótar eru valdir mælikvarðar í frá UFS leiðbeiningum Nasdaq frá árinu 2019, GRI og tíu meginmarkmiðum UN Global Compact sem bankanum þykir mikilvægt að komi fram til þess að birta heildstæða sjálfbærniupplýsingagjöf.
Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka 2024
Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2024 hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka.