Sjálfbærnisuppgjör Íslandsbanka 2020
Íslandsbanki birtir í annað skipti ítarlegar upplýsingar um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið, félagsmál og stjórnarhætti (UFS).
Sjálfbærniuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2020 var yfirfarið og vottað af Klöppum Grænum Lausnum en uppgjörið byggir á þeim upplýsingum sem umhverfishugbúnaður félagsins, Klappir EnviroMaster, hefur safnað saman yfir árið. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Íslandsbanka í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá 2019.