Sjálfbær fjármögnun til fyrirtækja
Við höfum einsett okkur að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Því bjóðum við sjálfbær lán til fyrirtækja og verkefna sem fela í sér jákvæð samfélagsleg áhrif.
Þannig viljum við styðja okkar viðskiptavini í því að fjárfesta í aukinni sjálfbærni í sínum rekstri því við trúum að það sé nauðsynleg og arðbær ákvörðun til lengri tíma litið.