Sjálfbær fjármögnun til fyrirtækja

Við höfum einsett okkur að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Því bjóðum við sjálfbær lán til fyrirtækja og verkefna sem fela í sér jákvæð samfélagsleg áhrif.

Þannig viljum við styðja okkar viðskiptavini í því að fjárfesta í aukinni sjálfbærni í sínum rekstri því við trúum að það sé nauðsynleg og arðbær ákvörðun til lengri tíma litið.

Hvers vegna að fjárfesta í sjálfbærni?


Sjálfbærni er að verða sífellt mikilvægari þáttur í samkeppnishæfni fyrirtækja.  Kröfur um að fyrirtæki hugi að sjálfbærni í sínum rekstri hafa orðið sífellt háværari frá viðskiptavinum, starfsmönnum, fjárfestum og eftirlitsaðilum. Þá er ljóst að til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftlagsmálum er nauðsynlegt að við hugum öll að tækifærum til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.

Sem dæmi um gjaldgeng sjálfbær verkefni má nefna:

  • Orkuskipti í samgöngum

  • Orkuskipti í sjávarútvegi og rafvæðingu hafna

  • Vistvænar vörur, tækni og ferlar tengt hringrásarhagkerfinu

  • Vistvænar og vottaðar byggingar

  • Endurnýjun bygginga með betri orkunýtni

  • Byggingu skóla, leikskóla eða félagslegs húsnæðis

  • Smærri vatnsaflsvirkjanir (<100MW)

  • Jarðvarmavirkjanir

  • Vind- og sólarorkustöðvar

  • Fráveitur og hreinsistöðvar

  • Lán sem stuðla að atvinnuuppbyggingu kvenna og minnihlutahópa

Græn bílafjármögnun Ergo


Við bjóðum græna fjármögnun á rafmagnsbílum, rafmagnshjólum eða öðrum rafknúnum ökutækjum ásamt hleðslustöðvum.

Sjálfbærniáherslur Íslandsbanka


Sjálfbær fjármögnunarrammi

Íslandsbanki hefur skilgreint og birt sérstakan fjármögnunarramma utan um þau lán og fjárfestingar í eignarsafni sínu sem flokkast sem sjálfbær.

    Lesa nánar

    Sjálfbærnistefna

    Íslandsbanki stefnir að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka

      Lesa nánar um sjálfbærnistefnu

      Atvinnugreinaviðmið

      Atvinnugreinaviðmiðin eru samansafn af viðmiðum og ráðleggingum sem bankinn leggur til að viðskiptavinir vinni að. Eiga þau við um fyrirtæki á öllum stigum virðiskeðjunnar.

        Lesa nánar um atvinnugreinaviðmið