Sjálfbær fjármögnun til fyrirtækja

Við höfum einsett okkur að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi. Við bjóðum upp á sjálfbæra fjármögnun undir sjálfbærum fjármögnunarramma ásamt ýmsu efni til að aðstoða fyrirtæki í umbreytingu í átt að sjálfbærari rekstri.

Hvers vegna að fjárfesta í sjálfbærni?

Betri rekstur

  • Fjárfesting í sjálfbærni er fjárfesting í betri rekstri en sjálfbærni og fjárhagslegur ávinningur geta vel haldist í hendur.

Jákvæð áhrif

  • Til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélagið samhliða því að skapa virði fyrir hluthafa.

Dregur úr áhættu

  • Draga úr áhættunni sem stafar af því að verða beint eða óbeint fyrir neikvæðum ytri áhrifum vegna sjálfbærnitengdra þátta.

Dæmi um sjálfbær verkefni


  • Orkuskipti í samgöngum, sjávarútvegi og rafvæðingu hafna.
  • Vistvænar vörur, tækni og ferlar tengt hringrásarhagkerfinu.
  • Vistvænar og vottaðar byggingar. Endurnýjun bygginga með betri orkunýtni. Byggingu skóla, leikskóla eða félagslegs húsnæðis.
  • Smærri vatnsaflsvirkjanir (<100MW), Jarðvarmavirkjanir, Vind- og sólarorkustöðvar, Fráveitur og hreinsistöðvar.
  • Lán sem stuðla að atvinnuuppbyggingu kvenna og minnihlutahópa.

Sjálfbær fjármögnunarrammi

Íslandsbanki hefur skilgreint og birt sérstakan fjármögnunarramma utan um þau lán og fjárfestingar í eignarsafni sínu sem flokkast sem sjálfbær.

    Lesa nánar

    Mat á sjálfbærniáhættu

    Íslandsbanki framkvæmir UFS áhættumat til að fá góða yfirsýn yfir hvar helstu áhættur tengdar sjálfbærni liggja í lánasafni bankans.

      Lesa nánar

      Stýring sjálfbærniáhættu

      Atvinnugreinaviðmiðin eru samansafn af viðmiðum og ráðleggingum sem bankinn leggur til að viðskiptavinir vinni að. Eiga þau við um fyrirtæki á öllum stigum virðiskeðjunnar.

        Lesa nánar

        Sjálfbærni orðabanki

        Hér finnur þú útskýringar á ýmsum sjálfbærnihugtökum sem þú getur nýtt þér til þess að efla þinn skilning.