Sjálfbærni í rekstri

Að huga að sjálfbærni er ekki aðeins gott fyrir samfélagið og umhverfið, heldur eykur það líka samkeppnishæfni og verðmæti fyrirtækja. Hér finnur þú upplýsingar um hvernig þinn rekstur getur tekið markviss skref í átt að sjálfbærni.

Hvað er sjálfbær rekstur?

  • Í grunninn felst sjálfbær rekstur í því að fyrirtæki hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið og samfélagið.

  • Fyrsta skrefið í átt að sjálfbærum rekstri er því að meta umhverfisleg- og samfélagsleg áhrif þinnar starfsemi.

  • Sjálfbærni nær yfir vítt svið. UFS viðmið kauphallarinnar innihalda 30 þætti sem gagnlegt er að horfa til við mat á stöðu sjálfbærni í þinni starfsemi. UFS stendur fyrir umhverfis- og félagslega þætti og stjórnarhætti.

  • Í framhaldi er hægt að setja sér mælanleg markmið með það að leiðarljósi að lágmarka neikvæð áhrif, svo sem kolefnislosun, vinnuslys og sóun á hráefnum.

  • Markvissar aðgerðir þurfa að fylgja markmiðum svo árangur náist.

  • Gott er að líta á aðgerðirnar sem tækifæri til að bæta reksturinn í heild sinni, en sjálfbærni og fjárhagslegur ávinningur geta vel haldist í hendur.

  • Til dæmis skapast rekstrarsparnaður með því að fara sparlega með hráefni. Sjálfbær vara og þjónusta er einnig sífellt hærra metin af neytendum, fjárfestum og samfélaginu í heild.

Smá skref eru stór skref - fundur um sjálfbærni


Haustið 2021 hélt Íslandsbanki áhugaverðan fund um sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta hafið eða eflt sína sjálfbærnivegferð. Hér má fylgjast með fundinum í heild sinni.

Fyrstu skref í sjálfbærum rekstri


Það getur verið yfirþyrmandi að ætla sér að mæla heildaráhrif reksturs síns á umhverfið og samfélagið á einu bretti. Sem betur fer eru til ýmis tæki og tól í boði Festu (Íslandsbanki er einn stofnaðila Festu) sem auðvelda fyrirtækjum að taka fyrstu skrefin við að mæla áhrif sín. Mikilvægt er að muna að innleiðing sjálfbærni í reksturinn gerist ekki á einum degi og betra er að byrja í litlum skrefum en að láta sjálfbærnimálin alfarið sitja á hakanum.

Samfélagsábyrgð


Margar leiðir eru í boði við að innleiða samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur. Gott fyrsta skref er að staldra við og spyrja sig hvaða þáttum á að forgangsraða. UFS leiðbeiningar Kauphallarinnar útlista þrjátíu sjálfbærniþætti sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar við valið. Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis út frá þessum viðmiðum og hvaða ferlum er hægt að breyta sem hafa mest áhrif?

Innleiðing sjálfbærni í reksturinn má brjóta niður í þrjú atriði; mælingar, markmið og aðgerðir. Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um verkfæri sem nýtast á sjálfbærnivegferðinni.

Mælingar

    Loftlagsmælir Festu

    Loftslagsmælir Festu

    Loftslagsmælirinn er hugsaður sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í að mæla kolefnisfótspor sitt. Mælirinn er einfaldur í notkun, aðgengilegur í vefútgáfu og öllum að kostnaðarlausu. Gott er að byrja á því að skoða hvaða gögnum þarf að safna saman til að setja inn í mælinn.

    Til dæmis þarf að setja inn upplýsingar um eldsneytiskaup, rafmagnsnotkun og flugferðir starfsmanna á vegum vinnunnar. Þegar öll gögn hafa verið sett inn í mælinn færðu samantektarskýrslu sem þú getur notað til að setja þér markmið og framfylgja þeim með aðgerðum.

    Græn skref

    Gátlisti Grænna skrefa

    Verkefnið Græn skref miðar að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skrifstofustarfsemi og að efla umhverfisvitund starfsmanna. Græn skref eru hönnuð fyrir ríkisstofnanir en fyrirtækjum er velkomið að nýta ýmis vinnugögn sem aðgengileg eru á vefsíðu verkefnisins.

    Gátlisti Grænna skrefa nýtist fyrirtækjum vel sem stöðumat í samhengi umhverfisaðgerða. Aðgerðum gátlistans er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri: miðlun og stjórnun, innkaup, samgöngur, rafmagn og húshitun, flokkun og minni sóun, viðburðir og fundir og eldhús og kaffistofur. Með því að renna í gegnum gátlistann má sjá hversu vel á veg þín skrifstofustarfsemi er komin í umhverfisaðgerðum og sækja innblástur fyrir næstu skref.

    UFS

    UFS viðmið kauphallarinnar

    Margar leiðir eru í boði við að innleiða samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur. Gott fyrsta skref er að staldra við og spyrja sig hvaða þáttum á að forgangsraða. UFS leiðbeiningar kauphallarinnar útlista þrjátíu sjálfbærniþætti sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar við valið.

Markmiðasetning


UFS viðmiðin


Hvað er átt við með viðmiðum umhverfislegra og félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS)?

Dæmisaga: Skólamatur


„Það er hluti af góðum rekstri að sinna umhverfismálum og nýta hráefni betur“

Fyrirtækið Skólamatur var hefðbundið frumkvöðlafyrirtæki fyrstu árin sín í rekstri. Árið 2008 breytast svo aðstæður í samfélaginu og eftirspurn jókst mikið eftir heitum mat í hádeginu í skólum. Í dag þjónustar fyrirtækið meira en 10.000 nemendur á hverjum degi. Skólamatur hefur farið mjög skipulega í að taka á matarsóun og nýtingu hráefna. Það hafa þau gert með því að mæla mjög nákvæmlega hvað fer mikið af hverjum rétti í magni og telja hve margir mæta í mötuneytin.

Fyrirtækið hefur farið skipulega í að skrá niður ánægju nemenda svo það geti boðið upp á rétti sem nemendur vilja borða en eru samt sem áður hollir. Við mælum og skráum svo niður vigtina á öllum matarafgöngum. Þá sjáum við á hverjum einasta degi hversu mikið er í ruslinu af matarafgöngum og við höfum fundið mjög margar og fjölbreyttar leiðir til þess að minnka vigtina á ruslinu. Það þarf öguð vinnubrögð en áskorunin leysist með tíma og aukinni þekkingu. Við teljum okkur vera búin að ná miklum árangri í þessum efnum og á sama tíma auka arðsemi rekstrarins. Skólamatur hefur fjárfest í auknum gæðum á mat sem leiðir til aukinnar ánægju nemenda og allt vinnur þetta saman að einni heild.

Reynslubankinn


Skólamatur er 20 ára fjölskyldufyrirtæki sem þjónustar meira en 10 þúsund nemendur á hverjum degi með hollum og ferskum ma

Hér er meira efni fyr­ir þig

Haltu áfram að vafra, að ýmsu er að huga þegar fyrstu skrefin við að hefja rekstur eru stigin. Hér eru fleiri síður sem geta hjálpað þér við að koma viðskiptahugmynd þinni í framkvæmd.