Að hefja rekstur
Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd? Hér finnur þú ítarlegar upplýsingar um hvernig þú getur komið hugmyndinni í framkvæmd, skref fyrir skref.
Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd? Hér finnur þú ítarlegar upplýsingar um hvernig þú getur komið hugmyndinni í framkvæmd, skref fyrir skref.
Að ýmsu er að huga þegar fyrstu skrefin eru stigin og mikilvægt er að hafa góða yfirsýn strax frá upphafi.
Þær upplýsingar sem finna má hér á síðunni munu hjálpa þér af stað og vonandi auka líkurnar á að vel takist til. Mundu svo að starfsfólk Íslandsbanka er alltaf tilbúið í kaffi og spjall þér að kostnaðarlausu.
Það þarf að huga að mörgu áður en ráðist er í stofnun fyrirtækis.
Góð viðskiptaáætlun hjálpar þér að láta viðskiptahugmynd þína verða að veruleika. Hér finnur þú upplýsingar um helstu atriði sem skipta máli þegar vanda á til verka.
Hvaða rekstrarform hentar þinni viðskiptahugmynd?
Greinargóðar upplýsingar sem útskýra ferlið við stofnun fyrirtækis skref fyrir skref.
Á undanförnum árum hefur sjálfbærni í rekstri orðið að einu mikilvægasta umhugsunarefni allra fyrirtækja óháð rekstrarformi. Það borgar sig að huga að þessu snemma í ferli nýsköpunar en sjálfbærni eykur einnig líkurnar á að þín viðskiptahugmynd hljóti styrk til framkvæmda.
Að hljóta styrk getur skipt sköpum þegar kemur að því að láta viðskiptahugmynd eða verkefni verða að veruleika. Fjölmargir styrkir standa einstaklingum og fyrirtækjum í nýsköpun til boða en miklu máli skiptir að sækja um í sjóði sem hentar þínu verkefni og að vinna styrkumsóknina vandlega.
Að innleiða samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur eykur samkeppnishæfni og verðmæti fyrirtækja.
Sérstök leyfi eða réttindi þarf frá yfirvöldum svo stunda megi tiltekna atvinnustarfsemi. Áður en rekstur hefst er mikilvægt að kanna hvort umsögn þurfi um starfsemina frá Vinnueftirlitinu eða hvort leyfi þurfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Svo dæmi sé tekið þarf leyfi til að framleiða og dreifa matvælum.
Gott er að kynna sér hvaða reglur gilda um þá atvinnugrein sem þú hyggst hefja rekstur í, svo sem hvort sveinspróf eða meistarapróf þurfi til að stunda starfsemina. Sum störf njóta lögverndar og í slíkum tilfellum mega aðeins þeir sem til þess hafa opinber leyfi stunda starfið og kenna sig við starfsheitið. Sem dæmi eru bakari, húsasmiður og rafvirki lögvernduð starfsheiti.
Það getur verið kostnaðarsamt að hefja rekstur eða færa út kvíarnar í núverandi rekstri og þá geta ýmsir fjármögnunarmöguleikar komið til greina. Hverjir henta þér best?