Hreyfiafl til góðra verka
Við ætlum að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi og samfélagi.
Við ætlum að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku atvinnulífi og samfélagi.
Okkar markmið
Íslandsbanki á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Á upphafsárunum átti bankinn meðal annars þátt í að efla sjávarútveg og var lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Bankinn hefur því frá upphafi verið hreyfiafl í samfélaginu.
Tilgangur okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna. Við erum til staðar fyrir viðskiptavini við þeirra ákvarðanir og tökum þátt í að gera hugmyndir að veruleika.
Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini.
Við eigum að þora að tala um það sem skiptir máli, þó við séum ekki fullkomin.
Fjármögnun og fjárfestingar sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag.
Við bjóðum sjálfbær lán til fyrirtækja og verkefna sem fela í sér jákvæð samfélagsleg áhrif.
Vertu hreyfiafl til góðra verka og láttu þinn sparnað hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
Við bjóðum græna fjármögnun á rafmagnsbílum, rafmagnshjólum eða öðrum rafknúnum ökutækjum.
Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi en þau eru: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og nýsköpun og uppbygging.
Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Lesa nánar um sjálfbærnistefnuna
Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi.
Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons frá árinu 1997.
Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn vinnur eftir.
Við viljum auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál.
Hinseginleikinn er fræðsluvettvangur sem ætlaður er til að stuðla að vitundarvakningu um málefni hinsegin fólks á Íslandi, fjölga fyrirmyndum og draga úr staðalímyndum. Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, stofnendur Hinseginleikans, hafa haldið fyrirlestra í framhaldsskólum landsins - en fyrirlestraröðin er styrkt af Íslandsbanka. Vill bankinn með þessu leggja sitt af mörkum við að stuðla að auknu jafnrétti í samfélaginu.
UN Women á Íslandi og Íslandsbanki undirrituðu nýverið samstarfssamning til tveggja ára. Með samstarfssamningnum er Íslandsbanki aðalsamstarfsaðili UN Women á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur bakhjarl ljósbera UN Women.