Græn húsnæðis­lán

Við bjóðum hagstæðari kjör á húsnæðislánum við fjármögnun á vistvænu húsnæði sem hefur hlotið viðurkennda umhverfisvottun.

Lántökugjald
0 kr
Vaxtaafsláttur
0,10%

Ekkert lántökugjald er innheimt vegna grænna húsnæðislána og þar að auki veitum við 0,10% vaxtaafslátt af húsnæðislánakjörum ef eignin er vistvottuð.

Sækja um vaxtaafslátt vegna vistvottunar

Hvað er vistvænt og umhverfisvottað húsnæði? 


Vistvæn húsnæði eru fasteignir sem byggðar eru á grundvelli hringrásarhönnunar þegar kemur að vistferli byggingar, með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og auka gæði. Í slíku ferli er markvisst unnið að því að nota endurnýjanleg efni í byggingum, minna af efnum sem eru skaðleg fyrir umhverfið, nýta endurnýjanlega orku, viðhalda og styðja við vistkerfi eins og sjálfbæra nýtingu vatns- og fráveitu. Þá eru einnig gerðar ítarlegar kröfur um loftgæði, hljóðvist og ýmislegt fleira.

Hvar eru umhverfisvottuð húsnæði á Íslandi?

Umhverfisvottuð húsnæði á Íslandi eru ekki mörg enn sem komið er en þeim fer fjölgandi samhliða sjálfbærum áherslum í samfélaginu. Græn húsnæðislán eru dæmi um lán sem falla undir sjálfbæran fjármálaramma sem birtur var í fyrra og undirstrikar áherslu okkar að bjóða upp á sjálfbærar vörur sem nýtast okkar viðskiptavinum auk þess að hafa jákvæð umhverfis- og samfélagsleg áhrif.

Sjá nánar um sjálfbæran fjármálaramma

Hver er munurinn á grænum húsnæðislánum og hefðbundnum húsnæðislánum?

Ekkert lántökugjald er innheimt vegna grænna húsnæðislána og þar að auki veitum við 0,10% vaxtaafslátt af húsnæðislánakjörum, en slíkur afsláttur getur verið allt að 1-2% af kaupverði húsnæðis þegar upp er staðið. Eignin þarf að vera vistvottuð s.s. Svansvottuð eða BREEAM - Very Good.

Umhverfisstofnun heldur utan um Svansvottunarferlið á Íslandi

Hreyfiafl til góðra verka

Við viljum vera hreyfiafl í samfélaginu og koma til móts við þá einstaklinga sem hyggjast kaupa eða byggja vistvottað húsnæði í formi betri kjara.