Skattfrjáls ráðstöfun séreignar

Hægt er að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán og þeir sem huga að íbúðakaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst til íbúðakaupa. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán skiptast nú í þrennt. Við bjóðum upp á mismunandi fjárfestingarleiðir sem henta mismunandi aðstæðum.

Hvaða úrræði hentar þér?


Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar.

  • Stuðningur við fyrstu kaup: Gildistími frá 1. júlí 2017, gildir afturvirkt frá 1. júlí 2014 til framtíðar 
  • Séreignarsparnaður inn á lán: Gildistími frá 1. júlí 2014, framlengt til 31. desember 2025
  • Húsnæðissparnaður: Gildistími frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2025

Á þessari síðu getur þú lesið þér nánar til um þessi úrræði. Til að nýta þau þarftu að vera með séreignarsparnað.

Stofna séreignarsparnað

Stuðningur við fyrstu kaup


Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem stefna á sín fyrstu fasteignakaup.
Gildir fyrir samfellt 10 ára tímabil.

Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Heimilt er að taka út séreignarsparnað skattfrjálst, annað hvort til fasteignakaupa eða til að greiða inn á fasteignalán. Hver og einn getur nýtt úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Þeir sem ekki hafa verið eigendur að íbúðarhúsnæði síðastliðin 5 ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt heimildir laganna.

Séreignarsparnaður inn á lán


Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem eiga fasteign. 


Gildistími er 1. júlí 2014 til 31. desember 2025.

Heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán hefur verið framlengd til 31. desember 2025.

Við vekjum athygli á að einstaklingar sem eru með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inná fasteignaveðlán þurfa ekki að sækja um framlengingu úrræðisins. Einstaklingar sem ætla að hætta nýtingu úrræðisins þurfa tilkynna það til RSK inná leidretting.is  

Á vef RSK má finna upplýsingar um úrræðið. Þar getur þú einnig sent inn umsókn.

Húsnæðissparnaður


Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem stefna á fasteignakaup. 
Gildistími er 1. júlí 2014 til 31. desember 2025.

Heimild til að taka út séreignarsparnað skattfrjálst og nýta til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hægt er að nýta greidd iðgjöld frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2025. Skilyrði er að á þessu tímabili hafi umsækjandi ekki átt húsnæði.

Viltu vita meira?

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.