Endurfjármögnun
Viltu eignast fasteignina hraðar eða lækka greiðslubyrði af lánum?
Endurfjármögnun lána getur þá komið sér vel og það tekur aðeins nokkrar mínútur að sækja um.
Viltu eignast fasteignina hraðar eða lækka greiðslubyrði af lánum?
Endurfjármögnun lána getur þá komið sér vel og það tekur aðeins nokkrar mínútur að sækja um.
Endurfjármögnun getur komið sér vel ef aðstæður á markaði hafa breyst, til að mynda ef vextir hafa lækkað frá því þú tókst lán upphaflega eða ef þú vilt lækka mánaðarlega greiðslur.
Ef þú ert að endurfjármagna húsnæðislán hjá okkur eða öðrum lánveitanda þá sækir þú um endurfjármögnun hér.
Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggt eða blönduð. Í húsnæðislánareiknivélinni getur þú skoðað hvaða möguleikar henta þér og ákveðið lánasamsetningu.
Um leið og þú hefur ákveðið lánasamsetningu getur þú sent inn umsókn með rafrænum hætti.
Öllum umsækjendum ber að svara spurningalista áður en lántaka fer fram. Það er hægt að svara hér.
Um leið og öll skilyrði um lánveitingu hafa verið uppfyllt er lánsumsókn samþykkt.
Við munum hafa samband við þig þegar skjölin eru tilbúin til undirritunar.
Skuldabréf er sent í þinglýsingu til Sýslumanns. Afgreiðslutíminn er breytilegur eftir Sýslumannsembættum.
Þegar skuldabréfið berst til okkar úr þinglýsingu er láninu ráðstafað samkvæmt fyrirmælum lánsumsóknar.
Þú getur sótt um að nota séreignarsparnaðinn til að greiða beint inn á lán, hægt er að sækja úrræðið hér. Það eru tvær leiðir í boði fyrir fyrstu kaupendur til að greiða séreign inn á lán, Höfuðstólsleið eða Blönduð leið. Lesa nánar.
Mikilvægt er að uppfæra þessar upplýsingar á vef RSK eftir að lánið hefur verið endurfjármagnað.
Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spuringum.