Sjóðir

Að spara í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði. Ákjósanlegt er að nýta fleiri en einn sparnaðarkost en þannig má dreifa áhættunni og auka ávöxtunarmöguleika.

25% afsláttur af kostnaði við kaup í sjóðum í appi og netbanka

Yfirlit sjóða

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða í rekstri Íslandssjóða. Hér getur þú skoðað yfirlit yfir sjóðina og nafnávöxtun þeirra.

    Skoða yfirlit sjóða

    Áskrift í sjóði

    Það er einfalt að skrá sig í áskrift. Þú getur skráð þig í áskrift í sjóðum Íslandssjóða í netbankanum. Í áskrift færðu 50% afslátt af kostnaði við kaup og greiðir ekki afgreiðslugjald.

    Lágmarksupphæð er 5.000 kr.

      Skrá áskrift í sjóði

      Stofna vörslureikning fyrir einstaklinga


      Það er nauðsynlegt að búa til vörslureikning til þess að fjárfesta í bæði sjóðum og hlutabréfum. Vörslureikningur birtist í yfirliti í netbanka og í appinu.

      Þú getur stofnað vörslureikning hér

      Vörslureikningur fyrir börn


      Það getur borgað sig að byrja snemma að spara fyrir framtíðinni.

      Vörslu­reikn­ing­ur

      Áður en þú getur fjárfest í sjóðum fyrir barnið þá er nauðsynlegt að búa til vörslureikning. Vörslureikningur birtist í yfirliti í netbanka og appi.

        Stofna vörslureikning

        Kaupa í sjóðum

        Þegar vörslureikningur hefur verið stofnaður getur þú keypt í sjóðum fyrir barnið.

          Kaupa í sjóðum

          Áskrift

          Áskrift í sjóðum er einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði. Lágmarksupphæð er 5.000 kr.

            Stofna áskrift

            Hvað er sjóður?


            Sjóðir taka á móti fjármagni frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum og fjárfesta því m.a. í skuldabréfum, hlutabréfum eða öðrum fjármálagerningum, út frá fyrirfram ákveðinni fjárfestingastefnu hvers og eins sjóðs.

            Hvaða sjóð­ur hent­ar mér?


            Þegar þú ákveður hvaða sjóður hentar þér best þarf að huga að nokkrum atriðum.

            Fáðu ráðgjöf


            Áður en þú færð ráðgjöf vegna viðskipta með fjármálagerninga er okkur skylt að spyrja þig nokkurra spurninga um þekkingu þína og reynslu á fjármálamarkaði, fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstöðu, svo við getum metið hvaða viðskipti hæfa þér.

            Svara spurningum

            Bóka tíma


            Verðbréfaráðgjafar okkar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og eru ávallt tilbúnir til að aðstoða.

            Grænar fjárfestingar


            Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum ræðir um grænar fjárfestingar og sjóðinn Græn skuldabréf. Með grænum sparnaði hefurðu áhrif á verkefni sem vinna að því að bæta umhverfi okkar og samfélag.

            Erlendir samstarfsfélagar

            Við höfum áratuga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og erum í góðu samstarfi við þekkt erlend sjóðafyrirtæki.

            Fjölbreytt úrval hlutabréfasjóða, skuldabréfasjóða og blandaðra sjóða:

            Storebrand sjóðir: Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þrjá hlutabréfasjóði frá Storebrand Funds sem leggja áherslu á sjálfbærar fjárfestingar.

            Vanguard sjóðir: The Vanguard Group býður viðskiptavinum sínum upp á fimm af þeirra helstu vísitölusjóðum.

            Fyrir­varar


            Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

            Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

            Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá Íslandssjóðum hf., rekstrarfélagi sjóðanna sem er dótturfélag Íslandsbanka hf.

            Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

            Gengisþróun og ávöxtun

            Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.