Fjárfestavernd

Aukin fjárfestavernd með MIFID II


Innan Evrópusambandsins hefur MiFID II löggjöfin (e. Markets in Financial Instruments Directive) verið í gildi frá 3. janúar 2018. Með lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga var þessi löggjöf innleidd á Íslandi.

Löggjöfinni er ætlað að auka enn frekar fjárfestavernd og gagnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga en regluverkið tekur auk þess mið af tækninýjungum sem orðið hafa frá setningu eldri laga. Regluverkið hefur ýmsar breytingar í för með sér sem tengjast m.a. aukinni upplýsingagjöf og skipulagskröfum fjármálafyrirtækja.

Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér vel lög um markaði fyrir fjármálagerninga  og eftirfarandi upplýsingar og reglur Íslandsbanka tengdar viðskiptum með fjármálagerninga.

Stofna vörslureikning eða endurnýja samning


Hér geta fjárfestar stofnað vörslureikning og gengið frá samningi eða endurnýjað samning vegna viðskipta með fjármálagerninga ásamt því að svara spurningalista.

Uppfæra spurningalista

Vilji fjárfestar eiga kost á ráðgjöf um viðskipti með fjármálagerninga er Íslandsbanka skylt að afla upplýsinga svo við getum metið hvaða viðskipti eru við hæfi. Til að almennir fjárfestar geti átt viðskipti með fjárfestingarsjóði þarf einnig að svara spurningalista. Mikilvægt er að uppfæra svör reglulega.

Svara spurningalista.


LEI auðkenni lögaðila og NCI auðkenni einstaklinga

Lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með skráða fjármálagerninga eða afleiður er skylt að hafa LEI auðkenni (e. Legal Entity Identifier).

Einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn svokölluðu NCI auðkenni einstaklinga (e. National Client Identifier) til Íslandsbanka ef þeir ætla að eiga ofangreind viðskipti.

Íslandsbanka óheimilt að framkvæma tiltekin viðskipti með fjármálagerninga án þessara auðkenna.

Nánari upplýsingar:
Auðkenni lögaðila (LEI) Auðkenni einstaklinga (NCI)

Kvartanir vegna fjármálagerninga

Hafir þú athugasemdir við meðferð kvörtunar sem þú hefur lagt fram getur þú kynnt þér eftirfarandi úrræði:

Stefna um meðhöndlun kvartana

Úrskurðar- og réttarúrræði