Fjárhagsleg heilsa
Hvort sem áskoranir eru smáar eða stórar eru fjármál fyrst og fremst hluti af lífinu og við erum fyrst og síðast hér fyrir þig og þína fjárhagslegu heilsu.
Hvort sem áskoranir eru smáar eða stórar eru fjármál fyrst og fremst hluti af lífinu og við erum fyrst og síðast hér fyrir þig og þína fjárhagslegu heilsu.
Það ganga ekki allar hugmyndir upp í fyrstu en þá reynir maður bara aftur, og stundum aftur. Fyrsta ástin, fyrsti launaseðillin eða fyrsta íbúðin, ekki endilega allt ákvarðanir til framtíðar en þannig er bara lífið.
Öll erum við með mismunandi áskoranir þegar kemur að persónulegum fjármálum. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf og förum yfir þína fjármálastöðu – þér að kostnaðarlausu. Ekki hika við að bóka tíma hjá okkur ef þig vantar aðstoð við að ná þínum sparnaðarmarkmiðum.
Séreignarsparnaður er ein verðmætasta eign okkar við starfslok. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag.
Með reglulegum sparnaði verður sparnaðurinn eðlilegur hluti af föstum mánaðarlegum greiðslum og líklegra að þú eigir fyrir óvæntum útgjöldum.
Farðu yfir lánin og athugaðu hvort þú eigir möguleika á að endurfjármagna eða fá betri kjör annars staðar. Einnig getur verið gott að setja sér plan um að greiða aukalega inn á lán í hverjum mánuði.
Að borga niður yfirdráttinn er ein besta leiðin til að spara pening til lengri tíma. Á endanum losnar þú við vaxtagreiðslur og átt meira á milli handanna til að setja til dæmis í reglulegan sparnað.