Fjárhagsleg heilsa

Fjárhagsleg heilsa getur verið ólík í hugum okkar en án efa þýðir það að hafa yfirsýn yfir fjármálin sín og eiga möguleika á að taka upplýstar ákvarðanir.

Fjármál á mannamáli


Við leggjum okkur fram um að veita fjölbreytta fræðslu í gegnum viðburði, greinar og samfélagsmiðlana okkar.

Fyrstu skrefin í átt að betri fjárhagslegri heilsu

  • Skipulag á fjármálunum

    Með því að vera með skipulag á fjármálunum og búa okkur til áætlun eru meiri líkur á því að við náum markmiðum okkar. Skoðaðu tekjur og útgjöld og athugaðu hvort þú getir sparað á einhverjum sviðum.

  • Reglulegur sparnaður

    Með reglulegum sparnaði verður sparnaðurinn eðlilegur hluti af föstum mánaðarlegum greiðslum og líklegra að þú eigir fyrir óvæntum útgjöldum.

  • Varasjóður

    Ef eitthvað kemur upp á og þú þarft að borga í hvelli er dýrt að taka lán og þá er betra að eiga til varasjóð sem hægt er að nota. Gott er að vera með varasjóð sem er aðskilinn frá öðrum sparnaði.

  • Markmið
    Er verið að spara fyrir íbúð, efri árunum, fríi eða einhverju áhugamáli? Það getur verið sniðugt að hafa aðskilda reikninga fyrir hvert og eitt atriði og reikna síðan út hversu mikið þarf að spara í hverjum mánuði til að ná markmiðinu.

  • Séreignarsparnaður

    Séreignarsparnaður er ein verðmætasta eign okkar við starfslok. Það eina sem þú þarft að gera er að leggja 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag. Það er í raun 2% launahækkun ef þú samþykkir að spara smávegis.

  • Endurfjármögnun

    Farðu yfir lánin og athugaðu hvort þú eigir möguleika á að endurfjármagna eða fá betri kjör annars staðar. Einnig getur verið gott að setja sér plan um að greiða aukalega inn á lán í hverjum mánuði.

  • Yfirdráttur

    Að borga niður yfirdráttinn er ein besta leiðin til að spara pening til lengri tíma. Á endanum losnar þú við vaxtagreiðslur og átt meira á milli handanna til að setja til dæmis í reglulegan sparnað.

  • Ráðgjöf

    Öll erum við með mismunandi áskoranir þegar kemur að persónulegum fjármálum. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf og förum yfir þína fjármálastöðu – þér að kostnaðarlausu.

Bóka tíma hjá ráð­gjafa


Öll erum við með mismunandi áskoranir þegar kemur að persónulegum fjármálum. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf og förum yfir þína fjármálastöðu – þér að kostnaðarlausu. Ekki hika við að bóka tíma hjá okkur ef þig vantar aðstoð við að ná þínum sparnaðarmarkmiðum.

Reiknivélar

Reiknaðu út sparnaðinn, hversu mikið þú þarft að leggja fyrir á mánuði, í hve langan tíma eða hvað þú munir eiga mikið í lok sparnaðartímabils.

    Nánar um reiknivélar

    Fræðslubankinn

    Við viljum auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál.

      Nánar um fræðslubankann

      Orðabankinn

      Hér finnur þú útskýringar á ýmsum fjármálahugtökum sem þú getur nýtt þér til þess að efla þitt fjármálalæsi.

        Nánar um orðabankann