Fermingaraldur

Við fermingaraldur nálgast fullorðinsárin óðfluga og því mikilvægt að byrja að huga að framtíðinni.

Hvernig virkar mótframlagið?

  • Ef þú leggur inn 30.000 kr færðu 6.000 kr í mótframlag frá bankanum

  • Ef þú leggur inn meira en 30.000 kr. færðu 5% af upphæðinni í mótframlag frá okkur að hámarki 16.000 kr.

  • Þú getur bæði stofnað Framtíðarreikning og keypt í sjóðum og þannig náð hámarksmótframlagi.

  • Hámarksmótframlagið er 32.000 kr.

  • Til að virkja mótframlagið þarf að hafa samband við okkur í netspjalli, síma eða útibúi.

Reiknaðu dæmið

kr
kr
Þitt framlag

0 kr.

Mótframlag

0 kr.

Fríðugjöf


Öll börn á fermingaraldri fá gjöf í formi inneignar í Fríðu, fríðindakerfinu okkar. Það eina sem þú þarft að gera er að vera með debetkort frá okkur og virkja tilboðin í appinu.

Vörur og þjónusta


Þegar líður á unglingsárin er nauðsynlegt að huga að framtíðinni og setja sér markmið til skemmri og lengri tíma. Við bjóðum fjölbreyttar sparnaðar- og þjónustuleiðir fyrir ungt fólk.

Sparn­að­ur fyr­ir börn

Gott er að nýta fleiri en einn sparnaðarkost en þannig má dreifa áhættunni og auka ávöxtunarmöguleika til framtíðar.

    Nánar um sparnað

    Byrjaðu að spara

    Það er alltaf góð hugmynd að vera með reglulegan sparnað og koma fjármálunum í gott horf.

      Nánar um sparnað

      Fræðslubankinn

      Við viljum auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál.

        Nánar um fræðslu

        Bóka tíma í fjármálaráðgjöf


        Við tökum vel á móti þér í fjármálaráðgjöf og förum yfir þær vörur og þjónustur sem við bjóðum upp á. Þú getur bókað tíma og komið í útibú eða pantað símtal.

        Spurt og svarað


        Fyrirvarar


        Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

        Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

        Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá Íslandssjóðum hf., rekstrarfélagi sjóðanna sem er dótturfélag Íslandsbanka hf.

        Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

        Gengisþróun og ávöxtun

        Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

        *Mótframlag

        Hvert barn á fermingaraldri á rétt á fermingarmótframlagi, fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og fyrir innlögn í sjóð, samtals allt að 32.000 kr. Ef barnið ætlar að leggja inn reiðufé í útibúi þarf barnið og/eða foreldri/forráðamaður að koma í útibú með gild skilríki (vegabréf eða ökuskírteini). Ef ætlunin er að stofna sparnað í sjóði þurfa báðir foreldrar/forráðamenn að staðfesta kaupin. Foreldrar geta undirritað rafrænt.