Verðbréfaviðskipti
Þú getur átt viðskipti með hlutabréf og sjóði í appi og netbanka. Einnig getur þú með milligöngu verðbréfaráðgjafa átt viðskipti með skuldabréf og erlend hlutabréf.
Þú getur átt viðskipti með hlutabréf og sjóði í appi og netbanka. Einnig getur þú með milligöngu verðbréfaráðgjafa átt viðskipti með skuldabréf og erlend hlutabréf.
Rauntímastaða á hlutabréfatilboðum
Ítarlegt yfirlit yfir stöðu verðbréfaeignar
Yfirlit yfir allar verðbréfahreyfingar auk kvittana
Afsláttur af viðskiptaþóknunum
Hér er stutt myndband sem útskýrir hvað hlutabréf eru og hvers vegna margir kjósa að leggja hluta af sparnaðinum sínum í þau.
Það er einfalt að kaupa hlutabréf í netbanka Íslandsbanka. Hlutabréf eru einfaldlega annað form sparnaðar rétt eins og skuldabréf eða innlánsreikningar. Hlutabréf eru áhættusamari en til dæmis innlánsreikningar en geta fyrir vikið boðið talsvert betri ávöxtun á sparnaði.
* Samkvæmt Verðskrá verðbréfaþjónustu er í netbanka Íslandsbanka veittur 25% afsláttur af viðskiptaþóknun íslenskra hlutabréfa. Ekkert afgreiðslugjald er innheimt og veittur er helmingsafsláttur af sama gjaldi fyrir hlutabréf.
Með Íslandsbankaappinu færðu fullkomna yfirsýn yfir stöðuna á sparnaðinum þínum og öðrum eignum sem eru í umsjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka.
Meðal annars:
Sækja Íslandsbankaappið
Fjárfestar eru eindregið hvattir til að kynna sér vel upplýsingar og reglur Íslandsbanka tengdar viðskiptum með fjármálagerninga.
Ráðgjafar í verðbréfaráðgjöf Íslandsbanka geta aðstoðað við kaup og sölu í stökum hlutabréfum og skuldabréfum.