Borgaðu með Android
Með Íslandsbankaappinu getur þú greitt með debet- og kreditkortunum þínum frá Íslandsbanka í gegnum símann.
Með Íslandsbankaappinu getur þú greitt með debet- og kreditkortunum þínum frá Íslandsbanka í gegnum símann.
Gott að vita
Nú getur þú borgað snertilaust með snjallúrum frá Garmin og Fitbit um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni.
Þú getur borgað snertilaust fyrir vörur og þjónustu eins og með kredit og debit kortum.
Snertilausar greiðslur með snjallúrum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta Íslandsbanka.
Leiðbeiningar (myndband á ensku)
Greiðslur með símanum, úri eða öðrum snjalltækjum eru ávallt tengdar undirliggjandi greiðslukorti. Öll greiðslukort Íslandsbanka eru gefin út með heimild Mastercard. Snertilausar greiðslur með snjalltækjum eru einnig þróaðar í samvinnu við Mastercard og fylgja öllum þeim öryggiskröfum sem fyrirtækið setur. Þegar kort er virkjað fyrir snertilausar greiðslur verður til sýndarnúmer (token) sem snjalltækið notar. Hið eiginlega kortanúmer er því ekki notað þegar greitt er, sem eykur öryggi snertilausra greiðslna. Til þess að geta notað síma sem greiðsluleið er nauðsynlegt að notendur noti viðeigandi öryggisstillingar til þess að aflæsa símtækinu, t.d. PIN númer eða fingrafar. Þegar um er að ræða greiðsluleið frá öðrum aðilum, t.d. Garmin og Fitbit er nauðsynlegt að fylgja þeim öryggisþáttum við sem krafist er við auðkenningu og staðfestingu á greiðslu. Þar sem auðkenningarleið snjalltækis er nú nýtt sem staðfesting á greiðslu er mikilvægt að notendur gæti vel að sú auðkenningarleið sé ekki aðgengileg öðrum en notandanum sjálfum.