Tilgreind séreign
Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem varð til í kjölfar kjarasamninga á milli ASÍ og SA. Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.
Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem varð til í kjölfar kjarasamninga á milli ASÍ og SA. Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.
Íslandsbanki tekur á móti tilgreindri séreign í fjárfestingarleiðina Stýring A.
Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem varð til í kjölfar kjarasamninga á milli ASÍ og SA. Þeir sem eiga rétt á tilgreindri séreign geta ráðstafað allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.
Mikilvægt er að þú ákveðir hvernig þú vilt ráðstafa þinni tilgreindu séreign. Tilgreindri séreign er ráðstafað í samtryggingarsjóð en þér er frjálst að óska eftir því að tilgreindu séreign verði ráðstafað til þess vörsluaðila sem þú vilt, rétt eins og með annan séreignarsparnað.
Um útborgun á tilgreindri séreign sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 129/1997 gilda sömu reglur og gilda myndi fyrir séreignarhluta í þeim lífeyrissjóði sem viðskiptavinur greiðir samtryggingarhluta iðgjalds síns til, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998. Þú getur sótt um útborgun á tilgreindri séreign hér.
Þú getur óskað eftir að ráðstafa tilgreindri séreign til Íslandsbanka með því að ganga frá samningi hér.
Ef þú vilt vera með allt á einum stað getur þú stofnað séreignarsparnað hjá Íslandsbanka með einföldum hætti hér.
Þú getur haft samband við ráðgjafa okkar í Lífeyrisþjónustu í síma 440 4000, í netspjalli eða sent tölvupóst á sereign@islandsbanki.is.