Rafrænir reikningar
Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki.
Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki.
Einfalt og fljótlegt að stofna reikninga og senda til viðskiptavina
Tenging við innheimtukröfur og ógreidda reikninga í netbönkum
Einfaldar reikningagerð og launagreiðslur
Aukin yfirsýn yfir launagreiðslur, greidda og ógreidda reikninga og tekjur í hverjum mánuði
Sjálfvirk skil á VSK skýrslu og launatengdum gjöldum og skilagreinum ásamt greinargóðum yfirlitum
Auðvelt að setja sjálfvirkt upp vísutölutengda áskriftarreikninga
Íslandsbanki í samstarfi við Payday veitir þér enn betri yfirsýn yfir reksturinn þar sem þú sérð með auðveldum hætti hvað þú átt útistandandi í ógreiddum reikningum, hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði, hvað þú greiðir í skatt og hvað er til ráðstöfunar.
Þú þarft ekki lengur að muna hvenær það eru skil á staðgreiðslu eða lífeyrissjóðsgreiðslum, Payday passar upp á það fyrir þig.
Samstarfið við Payday stuðlar að enn betri þjónustu við viðskiptavini bankans.
Til að tengja Payday við Íslandsbanka þarft þú að vera með samning um innheimtuþjónustu og aðgang að vefþjónustu.
Ráðgjafar Íslandsbanka aðstoða þig við að stofna aðgang að þessum þjónustum, hægt er að senda tölvupóst á fyrirtaeki@islandsbanki.is
Innheimtuþjónustan sparar tíma og peninga ásamt því að auðvelda þér yfirsýn yfir kröfusafn fyrirtækisins í netbanka fyrirtækja.
Öll helstu bankaviðskipti fyrirtækisins á einum stað. Netbanki fyrirtækja er sérsniðinn að þínum þörfum.