Við trúum á góðar hugmyndir
Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er frá 26. september til og með 27. október 2024.
Styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka eru veittir einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er frá 26. september til og með 27. október 2024.
Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og styðja við sjálfbæra þróun í samfélaginu. Við veitum styrki til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á og má sjá hér að neðan. Þannig hvetjum við til sjálfbærrar nýsköpunar. Umsækjendur eru hvattir til að líta sérstaklega til undirmarkmiðanna og tilgreina tengingar við þau í umsóknarferlinu ásamt því að kynna sér vel almenn skilyrði sjóðsins. Hægt er að sækja um styrk á bilinu 500.000 - 5.000.000 kr.
Umsóknarfrestur er frá 26. september til miðnættis 27. október 2024.
Menntun fyrir öll #4
Jafnrétti kynjanna #5
Nýsköpun og uppbygging #9
Aðgerðir í loftslagsmálum #13
Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn leggur sérstaka áherslu á. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota sparnaðarreikningum á ársgrundvelli.
Stjórn sjóðsins er tilnefnd af bankastjóra Íslandsbanka og ber ábyrgð á að móta og taka ákvörðun um fjárfestingastefnu sjóðsins.
Sjóðsstjórn úthlutar fé úr sjóðnum til verkefna og auglýsir eftir umsóknum samkvæmt úthlutunarreglum.
Fyrirspurnir sendist á netfangið: frumkvodlasjodur@islandsbanki.is.