Fjármögnun bankans
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Bankinn er fyrst og fremst fjármagnaður með innlánum en á síðustu árum hefur verið aukin áhersla á fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans.
Við erum einn stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Einng gefum við út reglulega óveðtryggð skuldabréf á innlendum markaði.
Við gefum út skuldabréf í erlendri mynt í samræmi við útgáfuramma fyrir skuldabréf í erlendri mynt (Euro Medium Term Note Programme –EMTN). Fyrsta útgáfan undir EMTN skuldabréfarammanum var í desember 2013.
Íslandsbanki er með 4,0 ma. evra fjármögnunarramma fyrir sértryggð skuldabréf. Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti.
Fjármögnunarramminn er skráður í kauphöllina á Írlandi. Grunnlýsinguna má finna hér að neðan ásamt viðaukum.
Íslandsbanki er með staðfesta grunnlýsingu fyrir útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. Samkvæmt henni er bankanum gert kleift að gefa út ýmsar tegundir óveðtryggðra skuldabréfa.
Íslandsbanki er með 2,5 milljarða bandaríkjadala fjármögnunarramma vegna útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt (Euro Medium Term Note Programme – EMTN). Fjármögnunarramminn er skráður í kauphöllina á Írlandi.
Nýjasti fjármögnunarrammi Íslandsbanka (hér eftir kallaður ramminn) var gefin út í janúar 2024 og er það uppfærsla á eldri ramma. Markmið uppfærslunnar er að einfalda rammann og endurspegla síauknar kröfur markaðarins. Fjármögnunarramminn er unnin eftir stöðlum ICMA um græna, félagslega og sjálfbæra skuldabréfútgáfu. Sem áður byggir ramminn á fjórum stoðum ICMA sem gerir kröfu um skilgreiningu á verkefnaflokkum, stjórnarhætti tengda vali og flokkun verkefna, meðferð fjármuna og skýrslugjöf til fjárfesta.
Uppfærslan hefur fengið jákvætt ytra álit frá Sustainalytics sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á þessu sviði auk þess sem sjálfbærnisérfræðingar Swedbank veittu bankanum ráðgjöf við uppfærslu á rammanum.