Við erum þar sem þú ert
skipulag, viðskiptasvið og stjórnarhættir fyrir árið 2018
skipulag, viðskiptasvið og stjórnarhættir fyrir árið 2018
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans, önnur tilmæli stjórnarinnar og viðeigandi lög og reglur.
Frá janúar 2016 hefur bankinn verið að fullu í eigu íslenska ríkisins, beint og í gegnum ISB Holding, sem er jafnframt í eigu íslenska ríkisins. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í samræmi við lög um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009
"Við erum þakklát fyrir það traust og frábæru viðtökur sem viðskiptavinir Íslandsbanka hafa sýnt nýjum stafrænum lausnum á árinu. Það er sérlega gaman að fylgjast með hve margir velja að hafa stafræna bankaþjónustu sem hluta af sínu daglega lífi í gegnum Íslandsbanka vefinn og öppin. Samtal okkar við viðskiptavini hefur orðið virkara og fjölmargir viðskiptavinir koma nú að þróun nýrra stafrænna lausna. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa nýjar þjónustuleiðir á netinu og í gegnum öppin sín sem munu auðvelda viðskiptavinum okkar að sinna daglegri bankaþjónustu hvar og hvenær sem er. Við mælumst efst í Íslensku ánægjuvoginni á íslenskum bankamarkaði og er það okkar markmið að svo verði áfram.“
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklinga.
„Það er ánægjulegt að enn eitt árið er fyrirtækjaþjónusta bæði í útibúum og hjá Ergo að mælast sú hæsta í Fyrirtækjavagni Gallup. Við erum afgerandi þegar kemur að þjónustu og ráðgjöf, mælumst með hæstu meðmælavísitöluna (NPS) og erum með skýra forystu þegar spurt er um hver sé í fararbroddi á fyrirtækjamarkaði. Það er ljóst að þessi vitnisburður er að skila Íslandsbanka hæstu markaðshlutdeild á markaði. Efnahagsumhverfið var áfram hagstætt á árinu og hefur einkennst af miklum þrótti sem m.a. endurspeglast í eftirspurn útlána og mikillar nýliðunar á fyrirtækjamarkaði. Á árinu vann Reykjavík Economics áhugaverða skýrslu fyrir Íslandsbanka með yfirskriftinni „Keyrir þú áfram hagvöxt“ um efnahagslegt mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja.“
Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka.
„Á árinu 2018 nýttum við styrkleika okkar í nýju skipulagi þar sem öll þjónusta við stór fyrirtæki og fjárfesta er á sama sviði. Með aukinni samvinnu erum við enn betur í stakk búin til að takast á við flókin og viðamikil verkefni með viðskiptavinum eins og við höfum sýnt í fjölmörgum verkefnum á síðasta ári og aðgreining okkar á markaðnum er skýr. Íslandsbanki veitir bestu þjónustu til fyrirtækja samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins og er jafnframt sá banki sem talinn er faglegastur. Af því erum við afar stolt.“
Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta tók við í janúar 2019.
„Íslandssjóðir hafa vaxið og dafnað þrátt fyrir harða samkeppni og krefjandi aðstæður á innlendum verðbréfamarkaði undanfarin ár. Þar ræður mestu reynslumikið og öflugt starfsfólk sem veitir faglega eignastýringarþjónustu. Þessi vöxtur hefur skilað sér í aukinni sérþekkingu starfsfólks sem hefur gert okkur kleift að þróa nýja og spennandi fjárfestingarkosti, bæði fyrir almenna sparifjáreigendur og fagfjárfesta. Sem dæmi má nefna nýjan grænan skuldabréfasjóð Íslandssjóða, 105 Miðborg sem nú reisir nýtt hverfi á Kirkjusandi og Hrávörusjóðinn sem fjárfestir á alþjóðlegum hrávörumörkuðum“.
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf.
Lesa nánar um skipulag, viðskiptasvið og stjórnarhætti í skýrslunni.