Kaupa fasteign

Að kaupa fasteign getur verið flókið ferli. Við skulum hjálpa þér með sundurliðun á ferlinu og benda á nokkur atriði sem er gott að hafa í huga áður en þú gerir tilboð.

Atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú velur fasteign

  • Staðsetning, hvar viltu búa?

  • Hvernig eru skólarnir í hverfinu?

  • Er auðvelt að taka almenningssamgöngur?

  • Er stutt í næstu verslun og þjónustu?

Gerðu áætlun áður en þú skoðar eignir


  1. Með því að nota bráðabirgðagreiðslumatið getur þú kannað þína greiðslugetu og hvað þú getur keypt dýra eign
  2. Þegar þú veist hvað þú getur keypt dýra eign getur þú reiknað lánið í húsnæðislánareiknivélinni
  3. Fáðu ráðgjöf. Við tökum vel á móti þér og förum yfir stöðuna með þér en áður en þú kemur þarftu að bóka tíma

Að kaupa fasteign - skref fyrir skref

    Finna eign

    Fast­eigna­leit

    Þegar bráðabirgðagreiðslumat liggur fyrir er hægt að byrja að skoða fasteignir. Þá skiptir máli að meta fleiri þætti en eingöngu verð, sem dæmi hversu stóra eign þarf, fermetraverð, fjölskyldustærð, þjónusta í nærumhverfi, almenningssamgöngur o.s.frv.

    Eign fund­in

    Þegar búið er að finna fasteign sem áhugi er á þá er mikilvægt að fá einhvern til þess að taka út ástand hennar, það getur verið smiður eða þjónustuaðili sem sérhæfir sig í slíkri skoðun. Það er mjög algengt að setja inn fyrirvara um ástandsskoðun í kauptilboð.

    Kauptilboð

    Gott að hafa í huga

    Gott er að hafa eftirfarandi atriðið í huga áður en að kauptilboð er gert:

    - Kauptilboð er bindandi og því gott að búið sé að skoða eignina vel og fá t.d. ástandsskoðun frá löggildum aðila.
    - Hægt er að gera fyrirvara um ástandsskoðun í kauptilboði.
    - Hvernig á að borga fyrir eignina?

    Kauptilboð samþykkt

    Sé eignin fundin og búið að samþykkja kauptilboð þá er farið í gegnum formlegt greiðslumat og sótt um húsnæðislán. Hér þarftu endanlega að vera búin að ákveða hvernig lán þú ætlar að taka. Í kauptilboðinu ákveður þú einnig hvernig greiðslufyrirkomulagið verður. Oft er hluti af útborgun greiddur við undirskrift, hluti við afhendingu og síðan restin við afsal.

    Greiðslumat

    Rafrænt greiðslumat

    Það tekur nokkrar mínútur að sækja um greiðslumat og lán í beinu framhaldi.

    Lánaskjöl

    Lána­skjöl út­bú­in

    Þegar þú hefur endanlega ákveðið þig eru viðeigandi lánsskjöl útbúin og þú ert látin vita þegar þau eru tilbúin til undirritunar en skjölin eru send beint á fasteignasala. Mikilvægt er að lesa þau vel yfir til þess að ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við þínar óskir.

    Þinglýsing

    Kaupsamningur og þinglýsing

    Þegar gerður er kaupsamningur fer löggiltur fasteignasali yfir helstu atriði hans með bæði kaupanda og seljanda, s.s. greiðslutilhögun, afhending eignar o.fl. Á þessu stigi málsins er mikilvægt að spyrja um allt sem þurfa þykir áður en undirritun fer fram.

    Þegar allir pappírar hafa verið undirritaðir eru lánsskjöl send í þinglýsingu. Húsnæðislánið er svo greitt út þegar bankanum berst þinglýst veðskuldabréf.

    Afhending

    Afhending eignar

    Afhendingardagur eignar getur verið eitt af því mikilvægara sem samið er um í kaupsamningi og oftast afar mikilvægt að þær áætlanir standist.

    Afsal

    Afsal

    Fasteignasali boðar til afsals þegar bæði seljandi og kaupandi hafa uppfyllt sínar skyldur samkvæmt kaupsamningi. Þetta getur tekið nokkra mánuði og þá geta hin eiginlegu eigendaskipti farið fram. Oftast fer lokagreiðslan fram við afsal en mikilvægt getur verið að halda einhverjum greiðslum eftir fram að þessum tímapunkti ef upp hafa komið einhverjir gallar sem ekki var vitað um við undirritun kaupsamnings.

    Ef allt er eins og það á að vera þá er lokagreiðslan greidd til seljanda og hann afsalar sér eigninni til kaupanda. Afsalið er svo sent í þinglýsingu. Eftir það ert þú orðinn þinglýstur eigandi eignarinnar og ferð með fullan ráðstöfunarrétt yfir henni.

    Greiða inná lán

    Innborgun á lán

    Þú getur greitt aukalega inná lán í netbanka. Lágmarksfjárhæð innborgunar er 1.000 kr. Með því að greiða inná lánið getur þú stytt tímann sem það tekur þig að greiða lánið upp. Sjá nánari leiðbeiningar um innborgun.

    Nýttu sér­eign­ina

    Þú getur sótt um að nota séreignarsparnaðinn til að greiða beint inn á lán, hægt er að sækja úrræðið hér. Það eru tvær leiðir í boði fyrir fyrstu kaupendur til að greiða séreign inn á lán, Höfuðstólsleið eða Blönduð leið. Lesa nánar.

    Greiðslufrestur

    Ertu á leið­inni í fæð­ing­ar­or­lof?

    Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

    Til að sækja um greiðslufrest þarftu að hafa samband og senda okkur greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði. Við látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu. Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. 

Spurt og svarað

Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spuringum sem tengjast húsnæðislánum.

Viltu vita meira

Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaverið. Við svörum um hæl.