Viltu festa vextina á láninu þínu?
Hægt er að festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu, en þá helst greiðslubyrðin nokkuð stöðug. Kostnaður við skilmálabreytingu er skv. verðskrá bankans hverju sinni.
- Það getur verið persónubundið hvað hentar fólki hverju sinni þegar kemur að því að velja lánsform. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum eru alla jafna hærri en breytilegir óverðtryggðir vextir, en slík lán tryggja stöðugri greiðslubyrði og fyrirsjáanleika næstu 3 til 5 árin á meðan vextir eru fastir.
- Eftir að fastvaxtatímabili lýkur ber lánið breytilega óverðtryggða vexti skv. vaxtatöflu og getur þú alltaf óskað eftir því að festa vexti á ný þegar þér hentar.
- Greiðslubyrði á lánum sem hafa að geyma breytilega vexti getur hækkað, lækkað eða staðið í stað í einhvern tíma, í samræmi við breytingar og þróun vaxta hjá bankanum.
Þú getur óskað eftir að festa vexti í fyrirspurnarforminu hér að neðan. Við munum svo hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að undirrita skjölin.
Spurt og svarað
Er uppgreiðslugjald á láninu mínu meðan vextir eru fastir?
Kostar að festa vexti?
Þarf ég að fara í greiðslumat til þess að festa vexti?
Er þetta endurfjármögnun?
Hafa samband
Ef þú þarft aðstoð varðandi að festa vexti á húsnæðisláni þínu þá skaltu fylla út þetta rafræna form.