Lánaframboð
Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.
Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út.
Við veitum verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð húsnæðislán til kaupa eða endurfjármögnunar á húsnæði til eigin nota.
Gott er að prófa sig áfram með húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út.
Eðli og eiginleikar mismunandi lánsforma. Gott er að prófa sig áfram í húsnæðislánareiknivélinni til þess að sjá hvernig lánsformin virka. Það er hægt að fá góða vísbendingu um hver heildarkostnaður og eignamyndun er eftir mismunandi lánsformum.
Óverðtryggt | Verðtryggt | Blandað lán |
Eignamyndun er yfirleitt hraðari vegna þess að fjármagnskostnaður er að fullu greiddur á hverjum gjalddaga. | Verðtryggð lán breytast í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs og leggjast verðbætur við höfuðstól. | Með blönduðu láni getur þú sameinað kosti ólíkra lánategunda. |
Tvær tegundir lána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 3/5 ár lánstímans. | Eignamyndun er yfirleitt hægari vegna þess að hluti fjármagnskostnaðar bætist við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu á lánstímanum. | Þú getur haft hluta af fjármögnuninni á breytilegum vaxtakjörum og hluta með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans. |
Greiðslubyrði lánsins er þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum. | Tvær tegundir lána, annars vegar með breytilegum vöxtum og hins vegar með föstum vöxtum út lánstíma, þar sem vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti. | Þú getur skipt lánsfjárhæðinni upp í tvö eða fleiri lánsform. Þannig getur þú ráðið hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra lána í þinni húsnæðisfjármögnun. |
Hægt er að festa vexti aftur á óverðtryggðum húsnæðislánum til 3ja eða 5 ára með svokallaðri skilmálabreytingu. | Verðbætur eru eins og vextir sem leggjast við höfuðstól lánsins. | Með blönduðu húsnæðisláni má því dreifa vaxtaáhættu og velja bæði breytilega og tímabundna fasta vexti. |
Óverðtryggð húsnæðislán lánstími til allt að 40 ára og verðtryggð húsnæðislán til 25 ára.
Fyrstu kaupendum stendur jafnframt til boða allt að 40 ára lánstími á verðtryggðum lánum.
Samningur um fasteignalán er tryggður með veði eða annarri sambærilegri tryggingu í íbúðarhúsnæði.
Þú getur valið á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).
Breytingar á vöxtum, gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu geta haft áhrif á heildarfjárhæð sem neytandi skal greiða.
Þú getur greitt inn á lánin eða greitt lánin upp í netbanka. Sjá leiðbeiningar
Við veitum fyrstu kaupendum stuðning alla leið og bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Sjá nánar fyrstu kaup
Það getur verið snúið að velja hvort lánið eigi að bera fasta vexti eða breytilega.
Fastir vextir. | Breytilegir vextir. |
Greiðslubyrði nokkuð stöðug. | Greiðslubyrði breytileg í samræmi við gildandi vexti á hverjum tíma. |
Fastir vextir á óverðtryggðum lánum gilda í 3/5 ár frá útborgunardegi láns. Eftir þann tíma ber lánið breytilega vexti skv. vaxtatöflu. | Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum taka meðal annars mið af fjármögnunarkostnaði bankans og aðstæðum á markaði. |
Fastir vextir á verðtryggðum lánum eru endurskoðaðir á 5 ára fresti. | Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum taka meðal annars mið af fjármögnunarkostnaði bankans og aðstæðum á markaði. |
Uppgreiðslugjald er á lánum á meðan það ber fasta vexti. Á þessu fastvaxtatímabili er þó hægt að greiða allt að 1.000.000 kr. aukalega inn á húsnæðislán á hverju ári án uppgreiðslugjalds. | Hægt er að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds. |
Við veitum grunnlán sem nemur allt að 70% af fasteignamati. Lántakendum stendur einnig til boða að taka viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Sérstakar reglur gilda fyrir lán umfram 75 m.kr.
Við bjóðum upp á sérstakt aukalán að hámarki 3.000.000 kr. fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði en þó að hámarki að 85% af kaupverði íbúðarhúsnæðis.
Við endurfjármögnun lánum við 70% af fasteignamati.
Jafnar greiðslur | Jafnar afborganir |
Greiðum um það bil sömu heildarupphæð í hverjum mánuði | Greiðum sömu upphæð beint á höfuðstólinn í hverjum mánuði |
Mánaðarlegar greiðslur eru lægri í upphafi | Mánaðarlegar greiðslur eru hærri í upphafi |
Það er eðlilegt að ýmsar spurningar vakni við val á húsnæðislánum. Hérna svörum við algengum spuringum sem tengjast húsnæðislánum.
Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.