LEI auðkenni
Frá og með 1. september 2021 þurfa allir lögaðilar, sem hyggjast eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi, að vera með LEI auðkenni. Með viðskiptavettvangi er átt við skipulegan verðbréfamarkað, markaðstorg fjármálagerninga og skipulegan verðbréfavettvang, sjá fréttatilkynningu FME.
Athugið að viðskiptavinir sem eingöngu hyggjast eiga viðskipti með sjóði Íslandssjóða þurfa ekki að sækja um LEI auðkenni.
Hvert á að tilkynna LEI auðkennið?
Þegar lögaðili hefur fengið LEI auðkenni þarf að senda það og gildistíma þess, ásamt íslenskri kennitölu, til Íslandsbanka á netfangið custody@islandsbanki.is.
Hvað er LEI auðkenni?
LEI (Legal Entity Identifier) er 20 stafa númer samsett úr bók- og tölustöfum og er einskonar alþjóðleg kennitala fyrir lögaðila sem notuð er til að auðkenna þá í skýrslugjöf Íslandsbanka til Fjármálaeftirlitsins og á milli landa. Markmiðið er að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með viðskiptum einstakra lögaðila og bæta þannig eftirlit með kerfislegri áhættu og auðvelda rannsókn á misferli tengt viðskiptum með fjármálagerninga. Ítarlegri upplýsingar um LEI auðkenni er að finna á vef ESMA sem er evrópsk fjármálaeftirlitsstofnun.
Hverjir þurfa LEI auðkenni?
- Allir lögaðilar þurfa LEI auðkenni til að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á viðskiptavettvangi. Þetta á til dæmis við um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði, lífeyrissjóði, vátryggingafélög, sveitarfélög, stofnanir og öll önnur félög.
- Útgefendur fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi þurfa að hafa LEI auðkenni. Hér er til dæmis átt við útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa sem tekin eru til viðskipta, til dæmis í Kauphöll eða á First North.
- Fjármálafyrirtæki sem framkvæma viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi þurfa að hafa LEI auðkenni.
Hvernig er sótt um LEI auðkenni?
Sótt er um LEI auðkenni með rafrænum hætti og það þarf að hafa gilt netfang til að sækja um auðkennið. Lögaðilar geta valið hjá hvaða útgefanda þeir sækja um LEI auðkenni, en enginn útgefandi er hérlendis.Global Legal Entity Foundation (GLEIF) hefur umsjón með útgáfu LEI auðkenna og á heimasíðu stofnunarinnar er að finna lista yfir viðurkennda útgefendur. Langflestir útgefendur á listanum hafa leyfi til að gefa út LEI fyrir Íslenska lögaðila. Í flestum tilvikum tekur ferlið 3-7 daga.
Eftirfarandi aðilar eru dæmi um viðurkennda útgefendur en heildarlistann má finna hér:
Gildistími LEI auðkenna er eitt ár í senn og greitt er upphafsgjald. Auðkennið þarf að endurnýja árlega og greiða árgjald. Gjöldin eru greidd til þess útgefanda sem lögaðili velur og eru mishá á milli útgáfuaðila. Útgefendur gefa tilboð í verð ef sami aðili þarf að stofna mörg LEI auðkenni.
Á vefsíðu GLEIF er hægt að leita að LEI auðkenni eftir nafni lögaðila til að kanna hvort LEI auðkenni hafi þegar verið gefið út.
Hvaða upplýsingar þarf til að sækja um LEI auðkenni?
Yfirleitt þarf þarf að gefa eftirfarandi upplýsingar til útgáfuaðila LEI auðkenna:
- Skráð nafn lögaðila
- Nafn á ensku ef við á
- Heimilisfang lögaðila
- Ríki þar sem lögaðili var stofnaður
- Heimilisfang höfuðstöðva lögaðila, ef við á
- Kennitala lögaðila (Business Register Entity ID/Registration Entity ID)
- Númer Fyrirtækjaskrár Íslands, sem er RA000393 (Business Register/Registration Autority) eða sambærilegt ef um erlend félög er að ræða
- Félagaform lögaðila (t.d. hlutafélag, sameignarfélag, sjóður o.fl.)
- Upplýsingar um móðurfélag, ef við á (Parent Entity)
- Upplýsingar um tengda lögaðila, ef við á (Associated Entity)
- Yfirlýsing um að umsækjandi hafi heimild til þess að sækja um fyrir hönd lögaðilans (Statement verifying the user is an Authorized to Register for on behalf of Legal Entity) – sumir útgáfuaðilar bjóða uppá staðlað form
- Vottorð úr fyrirtækjaskrá (Certificate of Registration), á ensku.
Athugið þó að kröfur um upplýsingar geta verið mismunandi milli útgáfuaðila. Í sumum tilvikum þarf ekki að útvega alla ofangreinda þætti og í öðrum tilvikum gæti þurft frekari upplýsingar.
LEI auðkenni Íslandsbanka:
549300PZMFIQR79Q0T97