Einföldum verkefnalista hefur nú verið bætt við ítarlegan starfslokavef Íslandsbanka.
Á listanum má nálgast hinar ýmsu upplýsingar og leiðbeiningar sem nauðsynlegar eru svo taka megi vandaðar ákvarðanir um fjármál á lífeyrisaldri.
Við leggjum okkur fram við að veita vandaða og skemmtilega fræðslu um starfslokamál og vonum að verkefnalistinn geri lesendum fært að ná betur utan um það stærðarinnar verkefni sem fjármálahlið undirbúnings starfsloka getur verið.