Fjármál við starfslok

Hér á starfslokasíðu Íslandsbanka má finna gagnlegt fræðsluefni sem aðstoðar þig við að undirbúa starfslokin og skilja þín réttindi betur svo að þú getur notið lífsins áhyggjulaust eftir að þú hættir að vinna.

Útborgun á viðbótarlífeyrissparnaði

Hvernig er best að taka út viðbótarlífeyri?

Við 60 ára aldur er viðbótarlífeyrissparnaður laus til úttektar. Nokkur atriði er gott að hafa í huga:

  • Úttekt viðbótarlífeyris hefur engin áhrif á greiðslur ellilífeyris TR, en gæti haft áhrif á aðrar greiðslur stofnunarinnar. Úttekt annarrar séreignar, svo sem tilgreindrar, gæti þó haft áhrif til skerðingar hjá TR.
  • Tekjuskattur er greiddur við úttekt og því er mikilvægt að skoða í hvaða skattþrepi úttektin lendir.
  • Séreign erfist að fullu til maka og barna, án erfðafjárskatts.
  • Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun og hún skerðir ekki almennar ellilífeyrisgreiðslur TR.
  • Hægt er að taka séreignarsparnaðinn út þó starfsævi sé ekki lokið. Hann má líka geyma til betri tíma.

Skattar og skerð­ingar

Hvaða áhrif hafa skattar og skerðingar TR á sparnaðinn okkar?

Eðlilega hafa margir áhyggjur af skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og skattgreiðslum þegar starfsævi lýkur.

Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að fræða almenning um áhrif skatta og skerðinga á sparnað. Á vefnum okkar má nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar um þessi atriði.

Ávöxtun og fjármál við starfslok

Hvernig er skynsamlegt að ávaxta peninga eftir sextugt og hvaða sparnaðarkostir eru í boði?

Fyrir og eftir starfslok þarf að líta til ólíkra þátta við ávöxtun fjármuna, m.a. með tilliti til þeirrar áhættu sem við erum tilbúin að taka.

Mögulegt er að fela sérfræðingum að ávaxta fé eða fá aðstoð við hentuga eignadreifingu.

Verkefnalisti við starfslok

Hvernig eigum við að undirbúa starfslokin okkar?

Hvað þarf ég að gera og hvenær?

Í þessum einfalda verkefnalista má finna aðgengilegar upplýsingar um hvernig best má taka upplýstar ákvarðanir um fjármál við starfslok.

Það borgar sig að líta snemma á listann og gefa sér svo tíma í að fara í gegnum þau skref sem þar eru tilgreind.

Fræðslumyndband


Hjá okkur starfa sérfræðingar í fjármálum við starfslok. Við hjálpum þér að stýra fjármálum þínum svo þú getir notið lífsins áhyggjulaust eftir að þú hættir að vinna.

Hér getur þú horft á upptöku frá fræðslufundi um fjármál við starfslok frá febrúar 2021. Athugið að frá þeim tíma sem myndbandið var tekið upp hafa fjárhæðir greiðslna Tryggingastofnunar og frítekjumark atvinnutekna meðal annars breyst.

Þú getur kynnt þér meira fræðsluefni á YouTube rásinni okkar

Viðburðir sem tengjast fjármálum við starfslok