Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki opnar bankann

Íslandsbanki opnar í dag bankann fyrir samstarfi um þróun á framtíðar fjártæknilausnum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir að markaðstorgi bankans þar sem hægt verður að nýta gögn bankans til þróunar.


Íslandsbanki opnar í dag bankann fyrir samstarfi um þróun á framtíðar fjártæknilausnum. Þetta eru tímamót fyrir íslenska fjármálaþjónustu þar sem þetta mun greiða leið nýrra lausna og hvetur til nýsköpunar á virðisaukandi þáttum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir að markaðstorgi bankans þar sem hægt verður að nýta gögn bankans til þróunar.

Ný tilskipun, PSD2, tekur brátt gildi og hefur undirbúningsvinna staðið yfir í bankanum til að aðlaga bankann að breytingunum en ljóst er að fjármálaþjónusta er að breytast hratt. Íslandsbanki mun nú veita þriðja aðila aðgengi að upplýsingum í gegnum öruggar vefþjónustur líkt og tilskipunin kveður á um. Allt mun þetta verða til þess að auka og bæta þjónustu við viðskiptavini. Staðfestir Third Party Payemnt Service Provider (TPP) geta sótt um og verður aðgengi aðeins veitt í gegnum vefþjónustur (Application Programming Interface) enda gerir Íslandsbanka ýtrustu kröfur um öryggi gagna.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: „Íslandsbanki er fyrsti bankinn hér á landi til að opna bankann en ný tilskipun Evrópusambandsins mun gjörbreyta fjármálamörkuðum. Við höfum undirbúið okkur vel og erum spennt að fylgjast með nýjum fjártæknilausnum sem munu skapast við þessa breytingu. Við höfum átt gott og farsælt samstarf við nýsköpunarfyrirtæki eins og Memento og Meniga. Það er von okkar að við munum starfa með fleiri aðilum að öflugum fjártæknilausnum sem mun bæta þjónustu okkar enn frekar.“