Útgáfan er jafnframt fyrsta sjálfbæra útgáfa íslensks banka og markar því mikil og ánægjuleg tímamót. Viðtökurnar voru mjög góðar þar sem umframeftirspurn var rúmlega þreföld og seldist útgáfan til breiðs hóps evrópskra fjárfesta.
Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 20. nóvember 2020 og verður útgáfan gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka sem gefinn var út nýlega.
Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Umsjónaraðilar útboðsins voru ABN AMRO, Barclays, Goldman Sachs og UBS Investment Bank.