Stóra súkkulaðimálið
Stikla úr myndinni
ATH! Vegna samkomutakmarkana þurfum við að fresta sýningunni en fundin verður ný dagsetning þegar ástandið batnar.
Íslandsbanki ætlar að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku samfélagi og hluti af þeirri vegferð er að vekja athygli á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Íslandsbanki og UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel og Félag Sameinuðu þjóðanna standa í sameiningu að sýningu tveggja mynda (Stóra súkkulaðimálið og Stærsta litla býlið) og umræðum á eftir sem fjalla hver með sínum hætti um málefni sem rúmast innan Heimsmarkmiðanna. Stóra súkkulaðimálið er sýnd í samstarfi við Festu, samtök um samfélagsábyrgð.
Stóra súkkulaðimálið segir söguna af því hvernig spaug hollenskra sjónvarpsmanna vatt upp á sig og endaði með því að þeir byrjuðu að framleiða súkkulaði.
Þeir sögðu barnaþrælkun sem oft viðgengst í súkkulaðibransanum stríð á hendur – og reyndu að stuðla að betri heimi, (súkkulaði)bita fyrir bita.
Frítt er inn á sýninguna en nauðsynlegt að skrá sig ( ATH! ekki er nauðsynlegt að skrá kennitölu við skráningu). Eftir sýningu verða umræður þar sem taka þátt:
Stikla úr myndinni