Taktu stökkið
Hvernig er best að framkvæma hugmynd og stíga fyrsta skrefið, hvað er í boði og hvaða áskoranir fylgja því að kaupa góð rótgróin fyrirtæki eða stofna eigið?
Þetta er meðal þess sem verður rætt á fundi Íslandsbanka þann 1. desember. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka, opnar fundinn og í kjölfarið fáum við fjögur erindi og endum á umræðum.
Þátttakendur eru:
- Kristín Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri KLAK
- Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri og meðstofnandi Avo
- Bjarki Benediktsson, framkvæmdarstjóri og meðstofnandi Rexby
- Einar Steindórsson, framkvæmdarstjóri Leitar Capital Partners
Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram á 9. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.