Sjálfbær rekstur er góður rekstur
Því miður er fullbókað á fundinn.
Að huga að sjálfbærni er ekki aðeins gott fyrir samfélagið og umhverfið, heldur eykur það líka samkeppnishæfni og verðmæti fyrirtækja.
Markvissar aðgerðir í sjálfbærnimálum bjóða upp á tækifæri til að bæta rekstur fyrirtækja í heild sinni, en sjálfbærni og góður rekstur getur vel haldist í hendur með því að hagræða í framleiðslu, draga úr sóun og mengun, halda í gott starfsfólk og laða að nýja viðskiptavini. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka einnig í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja fremur samfélagslega ábyrg fyrirtæki.
Íslandsbanki býður þér á morgunfund um sjálfbærnivegferð fyrirtækja og hvernig hægt er að skapa virðisauka með innleiðingu sjálfbærni í rekstur. Á dagskrá verða erindi frá fjórum ólíkum fyrirtækjum um þróun sjálfbærni í þeirra rekstri og atvinnugrein.
Dagskrá
- Sjálfbær framtíð – Saman erum við hreyfiafl
Pétur Aðalsteinsson, forstöðumaður lánastýringar Íslandsbanka - Þegar núllið verður ætlunarverkið – Vegferðin í átt að vistvænni mannvirkjagerð
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini
- Vottaðar kolefniseiningar í íslenskri náttúru
Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG Carbon
- Ósjálfbær rekstur er ekki rekstur
Andri Guðmundsson, meðstofnandi VAXA Farm
Í kjölfarið verður opið fyrir spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram á 9. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, Kópavogi, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 9:00-10:30. Húsið opnar kl. 8:30 og boðið verður upp á morgunhressingu og kaffi fyrir fund.