Konur og fjárfestingar
Því miður er fullbókað á fundinn.
Hvernig má auka þátttöku kvenna í fjárfestingum og hvernig eflum við konur til að fjárfesta í eigin hugmyndum?
Þetta er meðal þess sem verður rætt á fundi Íslandsbanka þar sem rætt verður um tækifæri og áskoranir.
Helga Valfells, stofnandi Crowberry Capital, og Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Íslandsbanka og meðlimur í Fortuna Invest, fjalla um konur og fjárfestingar. Í framhaldi verða umræður þar sem þátttakendur eru:
- Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo
- Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi
- Magdalena Torfadóttir, formaður Ungra fjárfesta
- Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka
- Hildur Eiríksdóttir, viðskiptastjóri í Einkabanka Íslandsbanka
Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka.
Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.