Jólin í Krakkabankanum - Akureyri

Við fáum góða gesti til okkar í útibú Íslandsbanka á Akureyri þann 9. desember ásamt því að jólasveinar kíkja í heimsókn.

14:00 Birgitta Haukdal les úr Láru og Ljónsa og syngur nokkur jólalög.
15:00 Leikhópurinn Umskiptingur mætir á svæðið með leikritið Sagan af Gýpu.

Frítt er inn á viðburðinn og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Athugið að engin bankaþjónusta verður í útibúinu sjálfu en hraðbankaráðgjafar verða viðskiptavinum innan handar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Krakkabankinn er viðburðaröð Íslandsbanka sem er ætlað að höfða til yngstu kynslóðarinnar og vera blanda af skemmtun og fræðslu.

Viðburður

14:00 - 16:00
Þessi viðburður er liðinn