Hvernig byrja ég að spara?

Hvernig byrja ég að spara á nýju ári og hvernig eigum við að snúa okkur með sparnaðinn. Á þessum fundi verður farið yfir nokkur góð ráð sem geta skilað góðum árangri í sparnaði. Meðal þess sem verður farið yfir á fundinum er:

  • Hvernig fæ ég góða yfirsýn yfir fjármálin?
  • Er hægt að finna sparnað í neyslunni?
  • Hvaða sparnaðarkostir eru í boði?

Farið verður yfir helstu tegundir á sparnaði og sparnaðarkosti á borð við sparnaðarreikninga, sjóði og séreignarsparnað ásamt mikilvægi reglulegs sparnaðar.
 

Erindi flytja Denis Cardaklija, fræðslustjóri Íslandsbanka og Katrín Kristinsdóttir, sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.

Viðburður

17:30-18:30

Höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð

Þessi viðburður er liðinn