Fjármálaráðið - Sparnaður og fjárfestingar

  • Hvernig náum við árangri í sparnaði?
  • Hvað er nauðsynlegt að vita áður en við byrjum að fjárfesta?
  • Hverjir eru helstu ávöxtunarkostirnir?

Gagnlegur fræðslufundur fyrir byrjendur sem vilja búa sig vel undir sparnað og fjárfestingar.

Frítt er á námskeiðið, eins og aðra fræðslu Íslandsbanka, og hentar það mjög vel fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjarfundurinn fer fram á Teams og munu fyrirlestarar svara spurningum þátttakenda og fara yfir gagnleg atriði á skýran og aðgengilegan hátt. Í kjölfar fundar verða gagnlegar upplýsingar aðgengilegar þátttakendum á vefnum.

Viðburður

20:00-21:00

Veffundur á Teams

Þessi viðburður er liðinn

Hvað segja gestir fyrri funda Fjármálaráðsins?

Mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið. Skil allt mjög vel og gaman að fá svör við persónulegum spurningum í endann.

Febrúar 2021

Málefni útskýrð á mjög einfaldan og skýran hátt, mjög vel gert.

Febrúar 2021

Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Það var vel uppsett og skýrt og gott var að geta spurt spurningar. Mér fannst þægilegt að hafa námskeiðið á netinu. Man ekki eftir neinu sem hægt er að bæta.

Febrúar 2021

Mér finnst þessir fræðskufundir frábærlega vel heppnaðir, þið ættuð að vera stolt af þessu framlagi!

Febrúar 2021

Fannst allt mjög gagnlegt og skemmtilegt!

Febrúar 2021