Kvitt­un í bók­haldið

Sinntu rekstrinum og hættu að elta kvittanir. Betri lausn til að halda utan um kostnað starfsmanna á kortum.

Hvað er kvittun í bókhaldið og hvernig virkar það

Kvittun í bókhaldið er heildstæð lausn fyrir fyrirtæki til að halda utan um útgjöld starfsmanna á kortum. Það gerir korthöfum kleift að skrá kvittanir og upplýsingar um kaup um leið og þau eiga sér stað. Kerfið einfaldar til muna vinnu við að færa bókhald. Leiðbeiningar á notkun.

Betra eftirlit með útgjöldum

Ábyrgðaraðilar korta sjá með auðveldum hætti í netbanka hvaða færslur á kortum hafa verið lyklaðar hverju sinni. Engar týndar kvittanir lengur eða vinna við að safna saman gögnum um hver mánaðamót.

    Betri yfirsýn í rauntíma

    Korthafar geta uppfært gögn um kaup um leið og þau hafa átt sér stað. Hægt er að skilgreina flokka sem passa við bókhald hvers og eins. Upplýsingarnar sjást samstundis í netbanka.

      Alla leið í bókhaldið

      Hægt er að hlaða niður öllum gögnum á kortum ásamt myndum af kvittunum eða reikningum í netbanka. Það einfaldar til muna alla vinnu við bókhald og minnkar villuhættu.