Lán til nýbygginga

Við bjóðum einstaklingum upp á lán til nýbygginga og lóðarkaupa fyrir þá sem vilja byggja eigið húsnæði.

Það er auðvelt að koma til okkar í ráðgjöf.

Nánar um lánið

  • Við lánum allt að 70% af áætluðum byggingarkostnaði skv. kostnaðaráætlun.

  • Í byrjun er framkvæmt greiðslumat til að meta lánsþörf á framkvæmdatíma og heildarlánsþörf við fullbúið húsnæði.

  • Í upphafi þarf að skila inn framkvæmda- og kostnaðaráætlun sem unnin er af fagaðila. Eigið fé í upphafi þarf að vera 30% af áætluðum byggingarkostnaði skv. kostnaðaráætlun.

  • Lánað er í formi yfirdráttarheimilda til að byrja með og eftir verkáföngum hverju sinni.

  • Hægt er að breyta láninu yfir í húsnæðislán við fokheldi og þegar eign er tilbúin til innréttinga. Þá er miðað við 70% af samtölu endurstofnsverðs og lóðarmats. Kjör taka mið af viðbótarlánum húsnæðislána.

  • Þegar fasteign hefur náð byggingarstigi B4 er hægt að breyta láninu í hefðbundið húsnæðislán allt að 80% af verðmæti eignar, samkvæmt verðmati útgefnum af löggiltum fasteignasala.

Greiðslumat

Hversu dýra eign getur þú keypt?

Nú getur þú fengið greiðslumat á aðeins nokkrum mínútum. Greiðslumat gefur skýra mynd af því hver greiðslugeta þín er og hversu hátt lán þú getur tekið.

Bóka tíma hjá húsnæðis­lána­ráðgjafa


Í samtali við ráðgjafa getur þú fengið fjölbreyttar upplýsingar sem henta þínum þörfum varðandi húsnæðislán.