Húsnæðislán fyrir lántaka með tekjur í erlendri mynt

Íslandsbanki býður nú upp á húsnæðislán í íslenskum krónum fyrir lántaka með tekjur í erlendri mynt.

Greiðslumat


Umsækjendur sem eru með tekjur í erlendri mynt þurfa að uppfylla almenn skilyrði bankans og standast lánshæfis- og greiðslumat.  

Lántakar þurfa að standast greiðslumat miðað við að greiðslubyrði lána geti hækkað um 40%, samkvæmt lögum og reglum. Með öðrum orðum þarf að vera ríflegur tekjuafgangur á mánuði út frá greiðslumati. 

Sérstakar reglur gilda um hlutfall mánaðarlegra greiðslna af húsnæðisláni af útborguðum launum, mánaðarlegar greiðslur af húsnæðisláni mega ekki fara umfram 35% af útborguðum launum, 40% hjá fyrstu kaupendum. Við þennan útreikning á hámarksgreiðslubyrði er miðað við lágmarksvexti og ákveðinn lánstíma, 3% fyrir verðtryggð lán og hámark 25 ára lánstíma og 5,5% fyrir óverðtryggð lán og hámark 40 ára lánstíma.

Lánsformin

  • Lánin eru veitt í formi óverðtryggðra og verðtryggðra húsnæðislána með jöfnum greiðslum.

  • Hægt er að velja um breytilega óverðtryggða vexti eða óverðtryggða fasta vexti til 3ja eða 5 ára. Einnig er hægt að velja um breytilega verðtryggða vexti eða fasta vexti í 5 ár í senn. Sjá vexti í vaxtatöflu.

  • Við lánum allt að 80% af kaupverði við fasteignakaup í formi grunnlána og viðbótarlána. Gott er að prófa sig áfram í húsnæðislánareiknivél til að sjá hvernig dæmið lítur út.

  • Við endurfjármögnun lánum við 70% af fasteignamati.

Fasteignalánalög


Húsnæðislán í íslenskum krónum til neytanda sem fær tekjur sínar í erlendum gjaldmiðlum telst „lán tengt erlendum gjaldmiðlum“ samkvæmt fasteignalánalögum. Samkvæmt lögunum á annars konar upplýsingaskylda og skilyrði um greiðslumat við um lán sem teljast tengd erlendum gjaldmiðlum en gildir um hefðbundin húsnæðislán. Samningur um fasteignalán er tryggður með veði eða annarri sambærilegri tryggingu í íbúðarhúsnæði. Breytingar á vöxtum, gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu geta haft áhrif á heildarfjárhæð sem neytandi skal greiða.

Upplýsingaskylda bankans

Bankinn mun a.m.k. einu sinni á ári upplýsa neytanda um gengisbreytingar fasteignaláns sem tengist erlendum gjaldmiðlum. Ennfremur munum við senda neytanda aðvörun innan nokkurra daga þegar eftirstöðvar láns eða reglulegar endurgreiðslur breytast um 20% miðað við gengi í samningi um fasteignalán eða um 20% frá síðustu aðvörun, allt í samræmi við fasteignalánalög. 

Greiðslur af láni

Lánið skal vera í skuldfærslu  af innlánsreikningi hjá Íslandsbanka, reikningurinn skal vera í íslenskum krónum.

Get ég sótt um húsnæðislán?


  • Einstaklingar sem vilja kaupa fasteign til eigin nota eða endurfjármagna núverandi lán á lögheimili geta sótt um húsnæðislán hjá okkur.
  • Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti.
  • Hver umsókn um lán er metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Sérstakar reglur gilda um lánveitingar umfram 75 m.kr.
  • Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.
  • Húsnæðislán eru veitt gegn fullbúnu húsnæðis sem hafa náð byggingarstigi B4. Ef um nýbyggingar er að ræða er hægt að sækja um húsnæðislán þegar fasteign hefur náð fullnægjandi byggingarstigi.

Spurt og svarað