Fasteignalán

Íslandsbanki býður uppá fjármögnun fasteigna sem hentar ýmiskonar fyrirtækjum og rekstri

Hvers vegna ætti ég að velja fasteignalán?

  • Klæðskerasniðin fjármögnun sem hentar þér og þínum áformum

  • Lánstími getur verið allt að 25 ár

  • Vextir taka mið af tryggingum og greiðsluhæfi lántakanda út frá sjóðsstreymi

  • Fasteignafjármögnun getur verið í formi veðskuldabréfa, skuldabréfa eða lánssamnings

Verð­tryggð eða óverð­tryggð fjár­mögnun


Skuldabréfalán geta ýmist verið verðtryggð eða óverðtryggð. Með skuldabréfaláni er hægt að fjármagna allt á milli himins og jarðar.

Skuldabréf má til dæmis nota vegna endurbóta á fasteign, til að fjármagna stærri tækjakaup og svo framvegis. Vextir lána ráðast af tegund trygginga og greiðsluhæfi lántakanda.

Kostnaður við lántöku er samkvæmt verðskrá Íslandsbanka hverju sinni.