Fastar greiðslur

Léttu greiðslubyrðina í 12 mánuði. 

Fastar greiðslur henta þeim lántakendum sem vilja lækka greiðslubyrðina tímabundið í háu vaxtastigi.

Hvernig virka fastar greiðslur?

  • Lántaki getur valið fjárhæð fastra greiðslna fyrir lánið sitt en þær skulu þó að lágmarki nema 6,2% vaxtagreiðslu af láninu (6,7% fyrir viðbótarlán). Lántaki getur því lækkað greiðslubyrði lánsins tímabundið miðað við sína greiðslugetu.

  • Mismunur á föstu greiðslunni og upphæðinni sem hefði átt að greiða miðað við skilmála lánsins leggst við höfuðstól lánsins á tímabilinu. Sú fjárhæð sem bætist við höfuðstól lánsins á tímabilinu ber vexti með eftirstöðvum lánsins frá fyrsta degi eftir að tímabilinu lýkur.  

  • Þeir vextir sem leggjast við höfuðstól koma til greiðslu á þeim gjalddögum sem eftir eru af láninu (dreifast á lánstímann).

  • Fastar greiðslur henta þeim lántakendum sem vilja jafna greiðslubyrðina í háu vaxtastigi.

Kostir og ókostir


Berðu saman kosti og ókosti fastra greiðslna.

Kostir

Ókostir

Dregur úr óvissu um greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána og veitir lántakendum öryggi.

Hluti af gjalddaganum er frestað og því verður höfuðstóll lánsins hærri heldur en ef greitt er skv. núgildandi vöxtum lánsins.

Auðveldar lántakendum að vera á óverðtryggðum lánaskilmálum þrátt fyrir hærra vaxtastig.

Heildarlántökukostnaður hækkar þegar höfuðstóll hækkar.

Lántaki getur valið vaxtaprósentu að lágmarki 6,2% (6,7% fyrir viðbótarlán) og getur því lækkað greiðslubyrðina miðað við sína greiðslugetu.

Til lengri tíma litið hækkar greiðslubyrði lánsins þegar vöxtum er bætt við höfuðstól, en þó hóflega þar sem afborganir höfuðstóls dreifast á þá gjalddaga sem eftir eru af lánstímanum.

Dæmi


Núverandi greiðsla

Fastar greiðslur

Lánsfjárhæð

35.000.000 kr.

35.000.000 kr.

Lánstími

40 ár

40 ár

Tegund afborgunar

Jafnar greiðslur

Jafnar greiðslur

Viðmiðunarvextir

11%

6,2%*

Greiðslubyrði á gjalddaga

325.033 kr.

197.607 kr.

*6,2% er sú viðmiðunarprósenta vaxta sem notuð er til að finna fjárhæð fastrar greiðslu sem er greidd næstu 12 mánuði.

Spurt og svarað


Bóka tíma hjá ráðgjafa


Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.