Velkomin í viðskipti

Það hefur aldrei verið auðveldara að koma í viðskipti en nú. Með einföldum og fljótlegum hætti getur þú stofnað bankareikninga, sótt um kreditkort, skráð fyrirtækið í innheimtuþjónustu og fengið aðgang að fyrirtækjabanka og appi.

Núverandi viðskiptavinir geta einnig bætt við vörum og þjónustu að vild.

Taktu skrefið og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Íslandsbanka, þar sem góð þjónusta breytir öllu.

Vör­ur og þjón­usta sér­snið­in fyr­ir fyr­ir­tæki


Við bjóðum alhliða þjónustu þegar kemur að fjármálum fyrirtækja. Starfsfólk okkar býr yfir sérhæfðri þekkingu á helstu geirum atvinnulífsins sem nýtist viðskiptavinum okkar í þeim fjölmörgu verkefnum og áskorunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í daglegum rekstri.

Banka­reikn­ing­ar

Veldu bankareikninga sem henta þínu fyrirtæki. Við bjóðum uppá veltureikninga, gjaldeyrisreikninga í fjölmörgum gjaldmiðlum og sparnaðarreikninga.

    Skoða bankareikninga

    Sta­f­ræn­ar lausn­ir

    Þegar þú kemur í viðskipti til okkar færðu aðgang að fyrirtækjabanka og appi. Að auki geturðu auðveldað þér lífið með innheimtuþjónustu Íslandsbanka

      Skoða stafrænar lausnir

      Kred­it­kort

      Veldu kort sem hentar þínu fyrirtæki

      Með viðskiptakortum Íslandsbanka færð þú betri yfirsýn yfir innkaup fyrirtækisins, minnkar utanumhald og eykur hagræði í rekstri með aukinni kostnaðarvitund. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval Mastercard kreditkorta fyrir fyrirtækið þitt.

      Gott að vita

      • Til þess að stofna til viðskipta á netinu er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki.

      • Umsækjandi þarf að vera skráður sem tengdur aðili samkvæmt Fyrirtækjaskrá RSK til að geta sótt um f.h. félags.

      • Ferlið hentar nýjum og núverandi viðskiptavinum, því ávallt má bæta við vörum, s.s. stofna nýjan bankareikning, kreditkort eða bæta við notendum í netbanka og appi.

      • Umsóknir eru eftir atvikum ýmist sendar til stjórnar eða prókúruhafa, til rafrænnar undirritunar.

      Spurt og svarað