Viðbótarlán vegna fasteignakaupa eða fjármögnunar
Viðbótarlán henta þeim sem kjósa að taka íbúðalán hjá lífeyrissjóði en þurfa viðbótarfjármögnun til að láta dæmið ganga upp, hvort sem það er vegna fasteignakaupa eða fjármögnunar.
Við lánum allt að 80% af kaupverði við fasteignakaup en 70% af fasteignamati við endurfjármögnun þegar kemur að viðbótarlánum á síðari veðrétti. Umsækjendur þurfa að uppfylla almennar lánareglur bankans og standast mat á greiðslugetu.
Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð og eru vextir breytilegir út frá lánshæfi hvers og eins.
Bókaðu tíma hjá einstaklingsráðgjafa okkar og við förum yfir stöðuna með þér.